Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Ég horfi á þetta sem list að setja saman outfit og búa til concept fyrir myndatökur og viðburði.
Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Ég horfi frekar á þetta svoleiðis að ég á uppáhalds outfit út frá minningum í outfittinu. Ég á þó alveg klárlega uppáhalds flíkur eins og vintage leðurjakka sem ég keypti í thrifti úti í Danmörku og svo nokkrar kápur sem ég dýrka. Ég á reyndar líka eina gallabuxur frá merkinu Forage sem er mikið í uppáhaldi.
Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Reyndar ekki. Það kemur bara til mín mjög fljótt.
Stundum koma bestu outfitin þegar maður er að reyna setja saman flíkur í flýti.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Blanda af minimal og rough.
Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Já, hann hefur þróast en er mjög svipaður samt. Ég er með svona ákveðinn stíl og elska prófa mig áfram.
Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Pinterest, tískublöð, Instagram, tískusýningar og fleira.
Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Í rauninni ekki.
Mér finnst allt virka i dag, það fer svo mikið eftir manneskjum.
Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Áður en þú kaupir flík að hugsa hvort þú eigir outfit sem passar við. Annars endarðu með að nota flíkina aldrei ef þú átt ekkert í fataskápnum sem passar við.
Alltaf þegar þú ert að fara versla föt að versla með outfit í huga, þannig ert þú mun líklegri til að finna not fyrir flíkina. Svo mér finnst mikilvægast að eiga fyrst og fremst staples og svo bæta við unique flíkum eftir á.
Margir versla bara eitthvað út í bláin út af verði eða öðrum ástæðum. Svo enda flíkin á því að sitja inn í skáp ónotuð í mörg ár. Þetta sé ég gerast hjá mörgum í kringum mig svo mér finnst þetta klárlega besta tips sem ég get gefið í tískuheiminum.