Ofurhetjumynd
Mótleikari hans, Dwayne „The Rock“ Johnson, klæddist einnig bleiku en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Adam. The Rock hefur haft orð á því að hann sé spenntur að sjá Adam og Súperman mætast á hvíta skjánum í framtíðinni. Noah Centineo, Aldis Hodge, Sarah Shahi, Viola Davis og Quintessa Swinde fara einnig með hlutverk í ofurhetjumyndinni.

Önnur Mamma Mia mynd
Í viðtali við Good Morning America fyrr í mánuðinum segir leikarinn þriðju Mamma Mia myndina vera mögulega í framtíðinni. Mótleikari hans úr myndunum, Colin Firth, kom fram í sama þættinum í maí og sagðist þar vera til í að taka þátt í þriðju myndinni. „Ég er líka til, allan tímann, þetta ætti að vera þríleikur er það ekki?“ segir Brosnan um mögulegu þriðju myndina.
„Það er glæpsamlegt hvað það er gaman að vera partur af myndinni, ég held að allir verði partur af henni,“ segir hann einnig. Að lokum segist hann vera nokkuð viss um að eitthvað sé í bígerð fyrir þriðju myndina.
Aðrir aðstandendur myndarinnar, líkt og leikkonan Christine Baranski og framleiðandinn Judy Craymer, hafa einnig verið að gefa til kynna að þriðja myndin sé væntanlegt.
Í hlaðvarpinu Tjikk Tjatt er farið náið yfir Mamma Mia kvikmyndirnar en hægt er að nálgast þáttinn hér að neðan og í hlaðvarpsveitu Tals.