„Sitthvað að bakast og allt eins og það á að vera. Stúlkubarn væntanlegt um miðjan janúar,“ segir í færslu þeirra Jóhanns Páls og Önnu Bergljótar. Þar má sjá myndir af þeim auk girnilegrar nýbakaðrar pitsu.
Eðli málsins hefur hamingjuóskum rignt fyrir parið á samfélagsmiðlum enda eiga þau Jóhann Páll og Anna Bergljót von á sínu fyrsta barni.