Ræðan sem rauk út á haf! Signý Jóhannesdóttir skrifar 17. október 2022 10:01 Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok. Ég er ýmsu vön í félagsstarfi en sú atburðarás sem upphófst á þinginu var með þeim ólíkindum að engum reifarahöfundi hefði dottið í hug að setja þetta saman. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að birta þessa meintu ræðu sem kafla í reifaranum. Ég vona innilega að það komi aldrei til að ræðan verði flutt: Ástæða þess að ég tek hér til máls undir liðnum önnur mál, er sú að nú hafa þau tíðindi gerst að kosið hefur verið til forystu í ASÍ hópur fólks sem ég hef lítinn áhuga að starfa með. Ég vil því nota þetta tækifæri til að tilkynna að ég mun ekki gefa kost á mér til frekari trúnaðarstarfa fyrir ASÍ. Ég hef upp á síðkastið starfað í Skipulags- og starfsháttanefnd, sem og í laganefnd og biðst hér með undan frekari setu þar. Eins hef ég verið fulltrúi ASÍ í nefnd um endurskoðun á 12. kafla um veikindarétt í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Einnig hef ég verið fulltrúi sambandsins í Starfsfræðsluráði félags, heilbrigðis- og uppeldisgreina. Ég óska hér með eftir því að vera leyst undan þessum störfum. Ástæða þess að ég, sem hef viljað af einlægni taka að mér hin fjölbreyttustu störf fyrir verkafólk á þessu landi, treysti mér nú ekki til að vinna í nafni ASÍ, er sú að þetta nýja forystufólk er þannig innstillt að ég tel mig ekki eiga nokkra samleið með þeim eða að ég geti varið eða staðið með skoðunum þeirra. Ég hef átt langt og gott samstarf með verkalýðshreyfingunni fram til þessa. Ég tel að ég hafi tekið þátt í því að breyta samfélaginu til hins betra t.d. með tilurð fæðingarorlofs fyrir báða foreldra, stofnun fræðslusjóða verkafólks, stofnun fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og stofnun hins opinbera Fræðslusjóðs. Stofnun Virk starfsenduhæfingarsjóðs, stofnun Bjargs íbúðafélags árið 2016 á 100 ára afmæli ASÍ. Einnig hef ég komið að því að semja um jöfnun mótframlaga í lífeyrissjóði á almennum og opinberum markaði, semja um lengingu á fæðingarorlofi. Semja um bætta réttarstöðu verkafólks á leigumarkaði, hækkun á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa o. fl. og fl. upptalningin er alls ekki tæmandi. Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu. Flest af því sem ég hef hér talið upp var unnið í tíð Gylfa Arnbjörnssonar sem forseta ASÍ. Núverandi forysta telur sér það til tekna að hafa hrakið hann úr starfi. Þau studdu fyrir fjórum árum Drífu Snædal í forystuhlutverk ASÍ og afrekuðu það nú síðsumars að hrekja hana úr forystunni, fyrstu konuna á forsetastóli. Ég var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram en tel að hún hafi vaxiðí starfi með hverju árinu sem leið. Megi þetta ofbeldisfólk hafa skömm fyrir framgang sinn sem leiddi til brotthvarfs hennar. Góðir fundarmenn Nýja forystan, telur að lýðræðið felist í því að meirihlutinn kúgi minnihlutann. Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foryngjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna. Ég vil að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem ég hef haft tækifæri til að starfa með á liðnum áratugum, bæði einstökum forystumönnum félaga og ekki síður starfsfólki ASÍ. Ég skora hér með á allt heiðarlegt og velviljað fólk að bíða af sér storminn, sem er í vændum. Verum minnug þess að öll él birtir upp um síðir. Stormurinn sem kom upp að suðurströndinni þennan mánudagsmorgun 10. október 2022, hringslólaði yfir fundarsölum á Hótel Hilton fram á þriðjudag 11. okt. þá strunsaði stormsveipurinn út, dróg með sér nokkurt fylgdarlið og skildi þingheim eftir í forundran. Það ætla ég að vona að þetta óveður komi aldrei aftur. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands, sem bæði á aðild að SGS og LÍV og var fulltrúi á 45. þingi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok. Ég er ýmsu vön í félagsstarfi en sú atburðarás sem upphófst á þinginu var með þeim ólíkindum að engum reifarahöfundi hefði dottið í hug að setja þetta saman. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að birta þessa meintu ræðu sem kafla í reifaranum. Ég vona innilega að það komi aldrei til að ræðan verði flutt: Ástæða þess að ég tek hér til máls undir liðnum önnur mál, er sú að nú hafa þau tíðindi gerst að kosið hefur verið til forystu í ASÍ hópur fólks sem ég hef lítinn áhuga að starfa með. Ég vil því nota þetta tækifæri til að tilkynna að ég mun ekki gefa kost á mér til frekari trúnaðarstarfa fyrir ASÍ. Ég hef upp á síðkastið starfað í Skipulags- og starfsháttanefnd, sem og í laganefnd og biðst hér með undan frekari setu þar. Eins hef ég verið fulltrúi ASÍ í nefnd um endurskoðun á 12. kafla um veikindarétt í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Einnig hef ég verið fulltrúi sambandsins í Starfsfræðsluráði félags, heilbrigðis- og uppeldisgreina. Ég óska hér með eftir því að vera leyst undan þessum störfum. Ástæða þess að ég, sem hef viljað af einlægni taka að mér hin fjölbreyttustu störf fyrir verkafólk á þessu landi, treysti mér nú ekki til að vinna í nafni ASÍ, er sú að þetta nýja forystufólk er þannig innstillt að ég tel mig ekki eiga nokkra samleið með þeim eða að ég geti varið eða staðið með skoðunum þeirra. Ég hef átt langt og gott samstarf með verkalýðshreyfingunni fram til þessa. Ég tel að ég hafi tekið þátt í því að breyta samfélaginu til hins betra t.d. með tilurð fæðingarorlofs fyrir báða foreldra, stofnun fræðslusjóða verkafólks, stofnun fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og stofnun hins opinbera Fræðslusjóðs. Stofnun Virk starfsenduhæfingarsjóðs, stofnun Bjargs íbúðafélags árið 2016 á 100 ára afmæli ASÍ. Einnig hef ég komið að því að semja um jöfnun mótframlaga í lífeyrissjóði á almennum og opinberum markaði, semja um lengingu á fæðingarorlofi. Semja um bætta réttarstöðu verkafólks á leigumarkaði, hækkun á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa o. fl. og fl. upptalningin er alls ekki tæmandi. Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu. Flest af því sem ég hef hér talið upp var unnið í tíð Gylfa Arnbjörnssonar sem forseta ASÍ. Núverandi forysta telur sér það til tekna að hafa hrakið hann úr starfi. Þau studdu fyrir fjórum árum Drífu Snædal í forystuhlutverk ASÍ og afrekuðu það nú síðsumars að hrekja hana úr forystunni, fyrstu konuna á forsetastóli. Ég var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram en tel að hún hafi vaxiðí starfi með hverju árinu sem leið. Megi þetta ofbeldisfólk hafa skömm fyrir framgang sinn sem leiddi til brotthvarfs hennar. Góðir fundarmenn Nýja forystan, telur að lýðræðið felist í því að meirihlutinn kúgi minnihlutann. Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foryngjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna. Ég vil að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem ég hef haft tækifæri til að starfa með á liðnum áratugum, bæði einstökum forystumönnum félaga og ekki síður starfsfólki ASÍ. Ég skora hér með á allt heiðarlegt og velviljað fólk að bíða af sér storminn, sem er í vændum. Verum minnug þess að öll él birtir upp um síðir. Stormurinn sem kom upp að suðurströndinni þennan mánudagsmorgun 10. október 2022, hringslólaði yfir fundarsölum á Hótel Hilton fram á þriðjudag 11. okt. þá strunsaði stormsveipurinn út, dróg með sér nokkurt fylgdarlið og skildi þingheim eftir í forundran. Það ætla ég að vona að þetta óveður komi aldrei aftur. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands, sem bæði á aðild að SGS og LÍV og var fulltrúi á 45. þingi ASÍ.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun