Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 21:15 Ingvar Garðarsson, íbúi í Laugardal til margra ára, vill losna við gamla húsið sem er gjörónýtt. Vísir/Arnar Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. Á Langholtsvegi í hjarta Laugardalsins stendur Sunnutorg sem er eitt helsta kennileiti hverfisins en þar var í áratugi starfrækt sjoppa. Árið 2017 auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum um hvað skyldi taka við í húsinu en fimm árum síðar bólar ekki á neinu og húsnæðið heldur áfram að grotna niður. Sigvaldur Thordarson arkitekt teiknaði húsið árið 1958 og var það byggt ári síðar en það var upphaflega hannað sem biðskýli og söluturn. Eftir hugmyndasöfnun árið 2017 stóð til að þar myndi rísa veitinga- og kaffihús. Sjoppa var um árabil starfrækt í Sunnutorgi en húsið hefur staðið autt í lengri tíma.Vísir/Arnar Það gekk þó ekki eftir þar sem húsið var verr farið en upprunalega var talið. Reykjavíkurborg ákvað að efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina 2019 en ári síðar skall heimsfaraldur á og því var verkefnið sett á bið. Mikil umræða hefur skapast í gegnum tíðina meðal íbúa um húsnæðið en einn íbúi lagði fram tillögu til Reykjavíkurborgar á dögunum um að rífa húsið, enda hafi það staðið autt um árabil og væri gjörónýtt. Allt húsið er við það að grotna niður.Vísir/Arnar „Það er alveg ljóst að mikill meirihluti íbúa vill húsið í burtu sem slíkt. Það eru allir sammála um að nýta Sunnutorgið og jafnvel byggja eitthvað sambærilegt hérna, og ég er svo sem alveg sammála því. Við viljum bara að alla vega fyrsta skrefið sé tekið,“ segir Ingvar Garðarsson sem hefur lengi búið í hverfinu. Þó nokkrir tóku undir tillögu Ingvars og færðu þau rök að húsið væri ekki aðeins subbulegt, heldur beinlínis hættulegt og það væri óskiljanlegt að það stæði enn. Aðrir vísuðu til þess að húsið væri friðað og því væri ekki hægt að rífa það. Frekar þyrfti að gera það upp. Íbúar voru ekki allir sammála um að rífa ætti húsið.Grafík/Kristján „Þar liggur bara vandamálið. Þú ert með þá einhverja friðunarsinna sem að þykir vænt um húsið, og já, þetta er svo sem allt í lagi hús ef það væri í lagi, en síðan ertu með svona venjulegt fólk eins og hér sem vill bara losna við húsið út af því að þetta er lýti á hverfinu,“ segir Ingvar. Í vikunni var skilti sem hefur staðið fyrir framan Sunnutorg í nokkur ár, um að þar myndi opna veitingastaður, fjarlægt. Í nokkur ár var skilti fyrir framan húsið þar sem fram kom að þar myndi opna veitingastaður. Það var fjarlægt í vikunni.Vísir/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur enn til að leigja húsið út til veitingareksturs en verkefnið er í biðstöðu. Ætla má að framkvæmdir muni jafnvel taka nokkur ár og kostnaður hlaupa á tugum milljóna. „Ef menn finna einhver not fyrir þetta, þá er það bara allt í lagi mín vegna en mér finnst það óttaleg sóun að fara að eiga að byggja hérna fyrir kannski hundrað eða tvö hundruð milljónir til að gera upp svona kofa. Mér finnst það bara galið,“ segir Ingvar. Hvernig sérðu fyrir þér að framtíð þessa svæðis verði á næstu vikum, mánuðum og árum? „Svona,“ segir Ingvar og hlær meðan hann bendir fyrir aftan sig. „Það er bara algjört aðgerðarleysi hjá borginni.“ Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Húsavernd Tengdar fréttir Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. 4. september 2019 10:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Á Langholtsvegi í hjarta Laugardalsins stendur Sunnutorg sem er eitt helsta kennileiti hverfisins en þar var í áratugi starfrækt sjoppa. Árið 2017 auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum um hvað skyldi taka við í húsinu en fimm árum síðar bólar ekki á neinu og húsnæðið heldur áfram að grotna niður. Sigvaldur Thordarson arkitekt teiknaði húsið árið 1958 og var það byggt ári síðar en það var upphaflega hannað sem biðskýli og söluturn. Eftir hugmyndasöfnun árið 2017 stóð til að þar myndi rísa veitinga- og kaffihús. Sjoppa var um árabil starfrækt í Sunnutorgi en húsið hefur staðið autt í lengri tíma.Vísir/Arnar Það gekk þó ekki eftir þar sem húsið var verr farið en upprunalega var talið. Reykjavíkurborg ákvað að efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina 2019 en ári síðar skall heimsfaraldur á og því var verkefnið sett á bið. Mikil umræða hefur skapast í gegnum tíðina meðal íbúa um húsnæðið en einn íbúi lagði fram tillögu til Reykjavíkurborgar á dögunum um að rífa húsið, enda hafi það staðið autt um árabil og væri gjörónýtt. Allt húsið er við það að grotna niður.Vísir/Arnar „Það er alveg ljóst að mikill meirihluti íbúa vill húsið í burtu sem slíkt. Það eru allir sammála um að nýta Sunnutorgið og jafnvel byggja eitthvað sambærilegt hérna, og ég er svo sem alveg sammála því. Við viljum bara að alla vega fyrsta skrefið sé tekið,“ segir Ingvar Garðarsson sem hefur lengi búið í hverfinu. Þó nokkrir tóku undir tillögu Ingvars og færðu þau rök að húsið væri ekki aðeins subbulegt, heldur beinlínis hættulegt og það væri óskiljanlegt að það stæði enn. Aðrir vísuðu til þess að húsið væri friðað og því væri ekki hægt að rífa það. Frekar þyrfti að gera það upp. Íbúar voru ekki allir sammála um að rífa ætti húsið.Grafík/Kristján „Þar liggur bara vandamálið. Þú ert með þá einhverja friðunarsinna sem að þykir vænt um húsið, og já, þetta er svo sem allt í lagi hús ef það væri í lagi, en síðan ertu með svona venjulegt fólk eins og hér sem vill bara losna við húsið út af því að þetta er lýti á hverfinu,“ segir Ingvar. Í vikunni var skilti sem hefur staðið fyrir framan Sunnutorg í nokkur ár, um að þar myndi opna veitingastaður, fjarlægt. Í nokkur ár var skilti fyrir framan húsið þar sem fram kom að þar myndi opna veitingastaður. Það var fjarlægt í vikunni.Vísir/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur enn til að leigja húsið út til veitingareksturs en verkefnið er í biðstöðu. Ætla má að framkvæmdir muni jafnvel taka nokkur ár og kostnaður hlaupa á tugum milljóna. „Ef menn finna einhver not fyrir þetta, þá er það bara allt í lagi mín vegna en mér finnst það óttaleg sóun að fara að eiga að byggja hérna fyrir kannski hundrað eða tvö hundruð milljónir til að gera upp svona kofa. Mér finnst það bara galið,“ segir Ingvar. Hvernig sérðu fyrir þér að framtíð þessa svæðis verði á næstu vikum, mánuðum og árum? „Svona,“ segir Ingvar og hlær meðan hann bendir fyrir aftan sig. „Það er bara algjört aðgerðarleysi hjá borginni.“
Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Húsavernd Tengdar fréttir Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. 4. september 2019 10:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50
Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. 4. september 2019 10:30