Segir alla elska Akureyrarflugvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2022 20:31 „Ég bara upplifi að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug," segir Hjördís flugvallastjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. Það er brjálað að gera á flugvellinum alla daga og ekki síst þegar stóru þoturnar eru að koma á völlinn, sem þurfa mikla þjónustu frá flugvallarstarfsmönnum. Í vikunni fór til dæms full vél með Norðlendinga til Tenerife og og önnur vél fór nokkrar ferðir til Póllands með starfsmenn Samherja á árshátíð. Þá er alltaf mikið að gera í sjúkraflugi og flugvélar Icelandair koma nokkrar ferðir á dag á völlinn frá Reykjavík. Millilandaflug er sannarlega að aukast mikið á vellinum. „Já, það er bara orðið mjög mikið og það er að vaxa mjög mikið. Niceair er náttúrlega komin með áætlunina sína til Kaupmannahafnar og Tenerife og svo er meira fram undan hjá þeim. Svo er bara mikil uppbygging á flugvellinum, það er verið að byggja við flugstöðina, sem er kærkomið, enda er flugvöllurinn löngu sprunginn og svo sömuleiðis er verið að byggja við flughlaðið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallastjóri. Umsvif vallarsins eru alltaf að aukast og aukast, ekki síst með auknu millilandaflugi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjördís segir að hún og starfsfólkið sé í skýjunum yfir öllu því, sem er að gerast á flugvellinum og geti varla beðið eftir að allar framkvæmdirnar klárist. „Þannig að það er bara mjög mikið um að vera hérna og náttúrulega flug til Reykjavíkur, Þórshafnar, Grímsey og Grænlands.“ Bílastæðin eru alltaf meira og minna full við völlinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björg Unnur Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri hefur meira en nóg að gera í flugturninum. „Já, það eru búnar að vera ansi mikla breytingar á síðustu árum, ekki það að það hefur oft verð mikið að gera en það er töluvert meira upp á síðkastið,“ segir Björg. Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt, ögrandi og tekur á ýmsum sviðum.“ Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara upplifi bara að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug. Mér finnst best að fljúga, leiðinlegra að keyra, þannig að ef ég er að fara eitthvað þá finnst mér fínt að fljúga,“ segir Hjördís flugvallastjóri kampakát með aukin umsvif vallarins. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Það er brjálað að gera á flugvellinum alla daga og ekki síst þegar stóru þoturnar eru að koma á völlinn, sem þurfa mikla þjónustu frá flugvallarstarfsmönnum. Í vikunni fór til dæms full vél með Norðlendinga til Tenerife og og önnur vél fór nokkrar ferðir til Póllands með starfsmenn Samherja á árshátíð. Þá er alltaf mikið að gera í sjúkraflugi og flugvélar Icelandair koma nokkrar ferðir á dag á völlinn frá Reykjavík. Millilandaflug er sannarlega að aukast mikið á vellinum. „Já, það er bara orðið mjög mikið og það er að vaxa mjög mikið. Niceair er náttúrlega komin með áætlunina sína til Kaupmannahafnar og Tenerife og svo er meira fram undan hjá þeim. Svo er bara mikil uppbygging á flugvellinum, það er verið að byggja við flugstöðina, sem er kærkomið, enda er flugvöllurinn löngu sprunginn og svo sömuleiðis er verið að byggja við flughlaðið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallastjóri. Umsvif vallarsins eru alltaf að aukast og aukast, ekki síst með auknu millilandaflugi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjördís segir að hún og starfsfólkið sé í skýjunum yfir öllu því, sem er að gerast á flugvellinum og geti varla beðið eftir að allar framkvæmdirnar klárist. „Þannig að það er bara mjög mikið um að vera hérna og náttúrulega flug til Reykjavíkur, Þórshafnar, Grímsey og Grænlands.“ Bílastæðin eru alltaf meira og minna full við völlinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björg Unnur Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri hefur meira en nóg að gera í flugturninum. „Já, það eru búnar að vera ansi mikla breytingar á síðustu árum, ekki það að það hefur oft verð mikið að gera en það er töluvert meira upp á síðkastið,“ segir Björg. Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt, ögrandi og tekur á ýmsum sviðum.“ Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara upplifi bara að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug. Mér finnst best að fljúga, leiðinlegra að keyra, þannig að ef ég er að fara eitthvað þá finnst mér fínt að fljúga,“ segir Hjördís flugvallastjóri kampakát með aukin umsvif vallarins.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira