Erum við að springa úr gestrisni? - Opið bréf til yfirvalda Marta Eiríksdóttir skrifar 15. október 2022 09:00 Ég er með stórt hjarta þegar kemur að því að hjálpa fólki sem á bágt. Fólki sem er á flótta vegna stríðsátaka í heimalandi sínu og fólki sem á erfitt almennt. Ég finn til með erlendu fólki sem býr við bág kjör á Íslandi. Ég finn einnig til með Íslendingum sem eiga erfitt með að ná endum saman vegna lélegra lífskjara. Öllu fólki sem á erfitt með að draga fram lífið á sómasamlegan hátt. Ég er fædd á Íslandi um miðja síðustu öld og ólst upp í einsleitu friðsælu fjölskyldusamfélagi á lítilli eyju í miðju ballarhafi. Þar skiptu líka amma og afi, frænkur og frændur máli. Það voru ákveðin forréttindi að búa hér og margar sælar minningar ylja mér í dag frá þessum tímum. Ég geri mér vel grein fyrir því að allt er breytingum háð en hvernig þessar breytingar verða til hljótum við mennirnir að geta haft áhrif á. Eða eru kannski stjórnlausar breytingar að eiga sér stað núna á Íslandi í skjóli yfirvalda? Fyrir nokkrum árum byrjuðum við Íslendingar að fá til landsins fólk af erlendum uppruna sem langaði til að vinna hér og setjast að í stuttan tíma og fólk sem langaði að búa hér til frambúðar með okkur. Það vildi læra málið okkar og ná þannig meiri starfsframa. Gott og vel. Velkomin. Við fengum einnig einhvern lítinn hóp af fólki til landsins sem bað um að fá neyðaraðstoð. Gott og vel, við kíkjum á málið. Velkomin. Við opnuðum landið af okkar einskæru góðmennsku, hjartahlýju og gestrisni, eðlilega. Okkur vantaði líka fleiri hendur til að keyra þjóðarskútuna áfram og við vorkenndum þeim sem voru að flýja heimalandið sitt vegna lífshættu heima fyrir. Auðvitað. Íslendingar eru gott fólk. Bæjarfélög sýndu sínar bestu hliðar og gerðu sitt til að búa vel í haginn fyrir þá sem fluttu til landsins í leit að gæfu og gjörvileika með börnin sín. Þetta var ekki allt fólk sem flúði vegna stríðsátaka. Nú geisar stríð í Úkraínu og við erum auðvitað að taka á móti flóttafólki þaðan. Eðlilega. Við erum einnig að fá flóttafólk frá öðrum löndum en þó aðallega fullt af karlmönnum. Venezúela hefur nú frétt af góðmennsku íslenska kerfisins og fólk er farið að streyma þaðan hingað til lands. Eðlilega. Eigum við að taka á móti öllu þessu flóttafólki, endalaust? Svari hver fyrir sig. Hvað segja lögregluyfirvöld á Íslandi? Erum við að hleypa inn fólki sem er af misjöfnu bergi brotið? Ráðherra félagsmála segir að landinn eigi að sýna nærgætni. Þetta fólk búi við hryllilegar aðstæður heima fyrir, aðstæður sem hann myndi sjálfur ekki vilja búa við og þess vegna eigum við að halda áfram að taka vel á móti. Sveitarfélögin eru farin að grenja alls staðar á landinu því þau ráða ekki við fleiri gesti, eða fleiri börn inn í skólana. Þau eiga heldur ekki húsnæði handa öllu þessu fólki. Þau eru úrræðalaus, fjársvelt og geta ekki lengur þjónað öllum þessum fjölda sem á að demba yfir þau. En skiptir það einhverju máli? Svari hver fyrir sig. Íslenska þjóðin er kjaftstopp. Hún má ekki opna munninn og kvarta yfir ástandinu því þá er henni lýst sem rasistum og fasistum af verstu sort. Fólkið sem byggði landið á að þegja. Fólkið sem hefur lagt inn í sjóði, byggt upp velferðarkerfið á Íslandi í mörg ár skal haga sér pent og sýna af sér gestrisni. Sama hvað það kostar þjóðina sjálfa. Hún er algjört auka atriði í þessu samhengi. Við erum að hjálpa öðrum þjóðum sem eiga miklu meira bágt en við getum ímyndað okkur. Ég hlustaði á viðtal föstudagskvöldið á RUV við Guðmund ráðherra vegna flóttamanna og mig langar að benda á að veruleikinn er öðruvísi en birtist í því viðtali. Hann býr greinilega í glerhúsi 101 Reykjavík. Hér er raunverulegt dæmi úr bæjarfélagi þar sem mikið er af flóttamönnum núna; Ég fór í banka vegna erinda og sá að þar sat hópur flóttamanna sem drukku kaffi í boði bankans. Starfskona bankans sagði mér að þetta væri svona meira eða minna alla daga þegar ég spurði út í þennan hóp. Í framhaldi sagði hún mér að flóttamenn virtust hafa kaldara viðhorf til kvenna en hún ætti að venjast sem íslensk kona. Frekjan og yfirgangurinn væri mikill. Ef hún neitar þeim um ákveðna þjónustu sem þeim finnst þeir eiga skilið í bankanum, þá reka þeir fram bringuna og gefa í skyn að svona eiga konur ekki að tala en margir þessara karlmanna koma frá löndum þar sem konur bera slæður á höfði og eru bældar af karlmönnum. Þegar þessir sömu karlmenn sýna henni ógnandi framkomu í bankanum og mikla kvenfyrirlitningu, þá segist hún setja á sig horn og hala að hætti íslenskra kvenna og mæta þeim af sama krafti. Þeir eru nú ekki ánægðir með það. Hún segist alls ekki vera hrifin af framkomu þessara hælisleitenda í sinn garð og annarra starfskvenna í bankanum. Svona ógnandi framkoma grefur undan hlýlegu viðmóti Íslendinga í garð þessa fólks. Önnur íslensk kona segist ekki vilja ferðast lengur með strætó á kvöldin því hann sé ávallt fullur af flóttamönnum sem ferðast frítt með strætó og góni á hana eins og enginn sé morgundagurinn. Henni þykir þetta mjög óþægilegt því að íslenskir karlmenn sýna henni ekki svona framkomu. Þessir menn mæla hana út eins og hún sé vara til sölu. Já svona er ískaldur veruleikinn á Íslandi í dag Guðmundur. Landið þar sem Íslendingar hafa byggt upp velferðarkerfi sem átti að nýtast þeim sjálfum í harðindum en vegna nærgætni við útlendinga þá erum við komin á heljarþröm með okkur sjálf og þá sem eiga bágt úr okkar eigin röðum. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Við verðum að þora að tala upphátt um þetta ástand sem er að skapast í samfélagi okkar og á málefnalegum grunni. Hlusta á allar hliðar málsins. Þarf ekki að endurskoða reglurnar varðandi hverjir fá inngöngu í landið, einfalda reglurnar, gera þær skilvirkari og stytta biðtímann gagnvart fólki sem á ekki erindi hingað inn? Yfirvöld þurfa að hljóta að endurskoða þessi mál á meðan enn er tími til þess. Mér þykir vænt um fólk og líka fólkið sem átti hér heima áður en landið opnaðist upp á gátt. Við megum ekki gleyma okkur sjálfum í allri þessari gestrisni. Maður heyrir það í kringum sig núna að margir Íslendingar upplifa óþol gagnvart þessu ástandi og eru orðnir nettpirraðir út í yfirvöld, út í VG og ráðherrann vegna þessarar linkindar og raunveruleikafirringar. Það er spurning hversu lengi Íslendingar þola ástandið eða missa þolinmæðina. Þarf ekki að fara að hugsa þetta upp á nýtt og muna líka eftir fólkinu sem byggði landið upphaflega? Nú eru norræn velferðarsamfélög orðin vinsæll áfangastaður á meðal þjóða sem ekki hafa byggt upp kerfi sem hlúir að þegnum sínum. Nú seilast flóttamenn frá þessum löndum í að búa og njóta áður óþekktra lífsgæða í norrænum löndum. Fólk sem hefur ekki áunnið sér nein réttindi með störfum sínum í norræna velferðarkerfinu en fær þau í skjóli neyðar og stundum á kostnað þeirra þegna er byggðu upp þetta kerfi. Hvers vegna ætli Danir séu farnir að endurskoða sín innflytjendamál, einnig Svíar og jafnvel Norðmenn, gætum við lært eitthvað af þeirra mistökum í þessum málaflokki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Marta Eiríksdóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég er með stórt hjarta þegar kemur að því að hjálpa fólki sem á bágt. Fólki sem er á flótta vegna stríðsátaka í heimalandi sínu og fólki sem á erfitt almennt. Ég finn til með erlendu fólki sem býr við bág kjör á Íslandi. Ég finn einnig til með Íslendingum sem eiga erfitt með að ná endum saman vegna lélegra lífskjara. Öllu fólki sem á erfitt með að draga fram lífið á sómasamlegan hátt. Ég er fædd á Íslandi um miðja síðustu öld og ólst upp í einsleitu friðsælu fjölskyldusamfélagi á lítilli eyju í miðju ballarhafi. Þar skiptu líka amma og afi, frænkur og frændur máli. Það voru ákveðin forréttindi að búa hér og margar sælar minningar ylja mér í dag frá þessum tímum. Ég geri mér vel grein fyrir því að allt er breytingum háð en hvernig þessar breytingar verða til hljótum við mennirnir að geta haft áhrif á. Eða eru kannski stjórnlausar breytingar að eiga sér stað núna á Íslandi í skjóli yfirvalda? Fyrir nokkrum árum byrjuðum við Íslendingar að fá til landsins fólk af erlendum uppruna sem langaði til að vinna hér og setjast að í stuttan tíma og fólk sem langaði að búa hér til frambúðar með okkur. Það vildi læra málið okkar og ná þannig meiri starfsframa. Gott og vel. Velkomin. Við fengum einnig einhvern lítinn hóp af fólki til landsins sem bað um að fá neyðaraðstoð. Gott og vel, við kíkjum á málið. Velkomin. Við opnuðum landið af okkar einskæru góðmennsku, hjartahlýju og gestrisni, eðlilega. Okkur vantaði líka fleiri hendur til að keyra þjóðarskútuna áfram og við vorkenndum þeim sem voru að flýja heimalandið sitt vegna lífshættu heima fyrir. Auðvitað. Íslendingar eru gott fólk. Bæjarfélög sýndu sínar bestu hliðar og gerðu sitt til að búa vel í haginn fyrir þá sem fluttu til landsins í leit að gæfu og gjörvileika með börnin sín. Þetta var ekki allt fólk sem flúði vegna stríðsátaka. Nú geisar stríð í Úkraínu og við erum auðvitað að taka á móti flóttafólki þaðan. Eðlilega. Við erum einnig að fá flóttafólk frá öðrum löndum en þó aðallega fullt af karlmönnum. Venezúela hefur nú frétt af góðmennsku íslenska kerfisins og fólk er farið að streyma þaðan hingað til lands. Eðlilega. Eigum við að taka á móti öllu þessu flóttafólki, endalaust? Svari hver fyrir sig. Hvað segja lögregluyfirvöld á Íslandi? Erum við að hleypa inn fólki sem er af misjöfnu bergi brotið? Ráðherra félagsmála segir að landinn eigi að sýna nærgætni. Þetta fólk búi við hryllilegar aðstæður heima fyrir, aðstæður sem hann myndi sjálfur ekki vilja búa við og þess vegna eigum við að halda áfram að taka vel á móti. Sveitarfélögin eru farin að grenja alls staðar á landinu því þau ráða ekki við fleiri gesti, eða fleiri börn inn í skólana. Þau eiga heldur ekki húsnæði handa öllu þessu fólki. Þau eru úrræðalaus, fjársvelt og geta ekki lengur þjónað öllum þessum fjölda sem á að demba yfir þau. En skiptir það einhverju máli? Svari hver fyrir sig. Íslenska þjóðin er kjaftstopp. Hún má ekki opna munninn og kvarta yfir ástandinu því þá er henni lýst sem rasistum og fasistum af verstu sort. Fólkið sem byggði landið á að þegja. Fólkið sem hefur lagt inn í sjóði, byggt upp velferðarkerfið á Íslandi í mörg ár skal haga sér pent og sýna af sér gestrisni. Sama hvað það kostar þjóðina sjálfa. Hún er algjört auka atriði í þessu samhengi. Við erum að hjálpa öðrum þjóðum sem eiga miklu meira bágt en við getum ímyndað okkur. Ég hlustaði á viðtal föstudagskvöldið á RUV við Guðmund ráðherra vegna flóttamanna og mig langar að benda á að veruleikinn er öðruvísi en birtist í því viðtali. Hann býr greinilega í glerhúsi 101 Reykjavík. Hér er raunverulegt dæmi úr bæjarfélagi þar sem mikið er af flóttamönnum núna; Ég fór í banka vegna erinda og sá að þar sat hópur flóttamanna sem drukku kaffi í boði bankans. Starfskona bankans sagði mér að þetta væri svona meira eða minna alla daga þegar ég spurði út í þennan hóp. Í framhaldi sagði hún mér að flóttamenn virtust hafa kaldara viðhorf til kvenna en hún ætti að venjast sem íslensk kona. Frekjan og yfirgangurinn væri mikill. Ef hún neitar þeim um ákveðna þjónustu sem þeim finnst þeir eiga skilið í bankanum, þá reka þeir fram bringuna og gefa í skyn að svona eiga konur ekki að tala en margir þessara karlmanna koma frá löndum þar sem konur bera slæður á höfði og eru bældar af karlmönnum. Þegar þessir sömu karlmenn sýna henni ógnandi framkomu í bankanum og mikla kvenfyrirlitningu, þá segist hún setja á sig horn og hala að hætti íslenskra kvenna og mæta þeim af sama krafti. Þeir eru nú ekki ánægðir með það. Hún segist alls ekki vera hrifin af framkomu þessara hælisleitenda í sinn garð og annarra starfskvenna í bankanum. Svona ógnandi framkoma grefur undan hlýlegu viðmóti Íslendinga í garð þessa fólks. Önnur íslensk kona segist ekki vilja ferðast lengur með strætó á kvöldin því hann sé ávallt fullur af flóttamönnum sem ferðast frítt með strætó og góni á hana eins og enginn sé morgundagurinn. Henni þykir þetta mjög óþægilegt því að íslenskir karlmenn sýna henni ekki svona framkomu. Þessir menn mæla hana út eins og hún sé vara til sölu. Já svona er ískaldur veruleikinn á Íslandi í dag Guðmundur. Landið þar sem Íslendingar hafa byggt upp velferðarkerfi sem átti að nýtast þeim sjálfum í harðindum en vegna nærgætni við útlendinga þá erum við komin á heljarþröm með okkur sjálf og þá sem eiga bágt úr okkar eigin röðum. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Við verðum að þora að tala upphátt um þetta ástand sem er að skapast í samfélagi okkar og á málefnalegum grunni. Hlusta á allar hliðar málsins. Þarf ekki að endurskoða reglurnar varðandi hverjir fá inngöngu í landið, einfalda reglurnar, gera þær skilvirkari og stytta biðtímann gagnvart fólki sem á ekki erindi hingað inn? Yfirvöld þurfa að hljóta að endurskoða þessi mál á meðan enn er tími til þess. Mér þykir vænt um fólk og líka fólkið sem átti hér heima áður en landið opnaðist upp á gátt. Við megum ekki gleyma okkur sjálfum í allri þessari gestrisni. Maður heyrir það í kringum sig núna að margir Íslendingar upplifa óþol gagnvart þessu ástandi og eru orðnir nettpirraðir út í yfirvöld, út í VG og ráðherrann vegna þessarar linkindar og raunveruleikafirringar. Það er spurning hversu lengi Íslendingar þola ástandið eða missa þolinmæðina. Þarf ekki að fara að hugsa þetta upp á nýtt og muna líka eftir fólkinu sem byggði landið upphaflega? Nú eru norræn velferðarsamfélög orðin vinsæll áfangastaður á meðal þjóða sem ekki hafa byggt upp kerfi sem hlúir að þegnum sínum. Nú seilast flóttamenn frá þessum löndum í að búa og njóta áður óþekktra lífsgæða í norrænum löndum. Fólk sem hefur ekki áunnið sér nein réttindi með störfum sínum í norræna velferðarkerfinu en fær þau í skjóli neyðar og stundum á kostnað þeirra þegna er byggðu upp þetta kerfi. Hvers vegna ætli Danir séu farnir að endurskoða sín innflytjendamál, einnig Svíar og jafnvel Norðmenn, gætum við lært eitthvað af þeirra mistökum í þessum málaflokki?
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun