Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 07:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Eignarhaldið þar er ekki eins og hjá flestum öðrum fótboltafélögum. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira