Kane bætti við ó­trú­legt marka­hlut­fall sitt gegn E­ver­ton

Atli Arason skrifar
Harry Kane skoraði sitt níunda mark á tímabilinu af vítapunktinum í dag.
Harry Kane skoraði sitt níunda mark á tímabilinu af vítapunktinum í dag. Getty Images

Tottenham vann 2-0 sigur á Everton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Pierre-Emile Højbjerg og Harry Kane en sá síðarnefndi leiðist ekki að skora gegn Everton.

Kane kom Tottenham í forystu með marki úr vítaspyrnu á 59. mínútu en þetta var hans 14 mark í síðustu 11 leikjum gegn Everton.

Leikmenn Everton reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn og fengu nokkur fín tækifæri en það var hins vegar Pierre-Emile Højbjerg sem gulltryggði sigur Tottenham á 86. mínútu leiksins þegar hann setti knöttinn í mark Everton eftir undirbúning Rodrigo Bentancur.

Tottenham fer upp í 23 stig með sigrinum og er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með jafn mörg stig og Manchester City en aðeins einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Arsenal, sem eru í efsta sæti deildarinnar. Everton er hins vegar aðeins með 10 stig í 14. sætinu eftir 10 umferðir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira