Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Snorri Másson skrifar 14. október 2022 17:09 Efla verkfræðistofa er ein stærsta verkfræðistofa landsins með um 50 ára sögu. Efla Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33
Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30