Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Snorri Másson skrifar 14. október 2022 17:09 Efla verkfræðistofa er ein stærsta verkfræðistofa landsins með um 50 ára sögu. Efla Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Sjá meira
Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Sjá meira
Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33
Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30