Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:31 Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun