Stefán segir upp hjá Storytel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 16:10 Stefán Hjörleifsson í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum. Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon. Vistaskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon.
Vistaskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira