Leitar skýringa á halla vegna þjónustu við fatlað fólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vill sveitarfélögin í lið með sér í leit að lausnum og skýringum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að leita skýringa og lausna vegna fjárhagslegs halla við þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð. Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði