Segir meiri pólitíska þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 14:28 Ólafur Ragnar Grímsson býður gesti velkomna á þing Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, stofnandi og formaður Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í viðtali við Stöð 2. Þriggja daga þing Hringborðsins hófst í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en Ólafur Ragnar bauð þátttakendur velkomna á formlegri setningarathöfn klukkan 13. Auk hans flytja ávörp við setninguna meðal annarra þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mary Simon, þjóðhöfðingi Kanada, Hákon, krónprins Noregs, Alar Karis, forsætisráðherra Eistlands, og Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. Ólafur Ragnar í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í Hörpu fyrir setningarathöfnina.Bjarni Einarsson Ólafur Ragnar nefnir að sendinefnd frá Bandaríkjunum komi með mjög öflugum hætti til Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að Bandaríkin hafi tilkynnt um nýja stefnu í norðurslóðum. Indland sendi öfluga sendinefnd, sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir öfluga þátttöku vísindasamfélagsins einnig einkenna þetta þing sem og þátttöku forystumanna frumbyggja. Þannig sé öll helsta forysta Grænlands mætt á þingið, þar á meðal forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og atvinnumálaráðherrann. Hér má sjá átta mínútna langt viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar um þing Arctic Circle: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Þriggja daga þing Hringborðsins hófst í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en Ólafur Ragnar bauð þátttakendur velkomna á formlegri setningarathöfn klukkan 13. Auk hans flytja ávörp við setninguna meðal annarra þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mary Simon, þjóðhöfðingi Kanada, Hákon, krónprins Noregs, Alar Karis, forsætisráðherra Eistlands, og Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. Ólafur Ragnar í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í Hörpu fyrir setningarathöfnina.Bjarni Einarsson Ólafur Ragnar nefnir að sendinefnd frá Bandaríkjunum komi með mjög öflugum hætti til Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að Bandaríkin hafi tilkynnt um nýja stefnu í norðurslóðum. Indland sendi öfluga sendinefnd, sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir öfluga þátttöku vísindasamfélagsins einnig einkenna þetta þing sem og þátttöku forystumanna frumbyggja. Þannig sé öll helsta forysta Grænlands mætt á þingið, þar á meðal forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og atvinnumálaráðherrann. Hér má sjá átta mínútna langt viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar um þing Arctic Circle:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira