Nýr „bensínbíll“ Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Bensín og olía Orkuskipti Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun