Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2022 15:31 Stefán Már Arnarsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson beittu sér fyrir því að Hörður myndi styrkja málefnið sem stendur þeim nærri. Stöð 2 Sport Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri. Harðverjar hafa látið framleiða bleika treyju í samstarfi við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið Sigurvon og mun allur ágóði af sölu treyjunnar renna beint til samtakanna tveggja. „Amma hans greindist með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa mér mjög nærri,“ segir Þráinn Ágúst Arnaldsson, leikmaður Harðar. „Svo okkur datt í hug að tengja líka Sigurvon inn í þetta sem er krabbameinsfélagið á Ísafirði sem að studdi mömmu mína mjög mikið með ferðastyrkjum, sálfræðimeðferð og fleiru. Þetta var náttúrulega mjög erfitt og okkur langar að gefa eitthvað til baka,“ bætir Þráinn við. Hörður er í fyrsta skipti í efstu deild í handbolta vilja stimpla sig almennilega inn. Þátttakan í verkefninu er liður í því. „Það er gaman að koma inn með smá 'oumph', aðeins að markaðssetja okkur og stimpla okkur inn í Olís. Vonandi byggjum við góðan grunn til að halda áfram,“ segir Stefán Mar Arnarsson, sem er í þjálfarateymi liðsins. Klippa: Bleikar treyjur Harðar Harðverjar klæddust treyjunni við upphitun fyrir leik sinn við ÍR á dögunum en vel má vera að þeir klæðist treyjunni í leik á næstunni. Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október á Ísafirði. „Við erum búnir að klæðast honum einu sinni, í upphitun [gegn ÍR], og við erum bara að bíða eftir að fá að spila í honum,“ segir Stefán Mar. Einnig var bleiki búningurinn skoðaður í Seinni bylgjunni þar sem Einar Jónsson og Árni Stefán Guðjónsson fengu eintak. Einar að vísu seldi sína treyju til Daða Magnússonar, tæknistjóra ÍBV TV, sem vildi ekki fá áritun frá Einari á treyjuna, þrátt fyrir að slíkt væri í boði. Klippa: Seinni bylgjan: Bleikar treyjur Hægt er að panta treyjuna af Herði á Facebook-síðu félagsins, á Instagram-síðu Harðar eða með því að senda póst á bleikurhordur@gmail.com. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á kt. 650169-2639 og rk. 0556-14-400732. Viðtalið við þá Stefán og Þráin má sjá í efri spilaranum að ofan og innslagið úr Seinni bylgjunni í þeim neðri. Hörður Ísafjarðarbær Olís-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
Harðverjar hafa látið framleiða bleika treyju í samstarfi við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið Sigurvon og mun allur ágóði af sölu treyjunnar renna beint til samtakanna tveggja. „Amma hans greindist með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa mér mjög nærri,“ segir Þráinn Ágúst Arnaldsson, leikmaður Harðar. „Svo okkur datt í hug að tengja líka Sigurvon inn í þetta sem er krabbameinsfélagið á Ísafirði sem að studdi mömmu mína mjög mikið með ferðastyrkjum, sálfræðimeðferð og fleiru. Þetta var náttúrulega mjög erfitt og okkur langar að gefa eitthvað til baka,“ bætir Þráinn við. Hörður er í fyrsta skipti í efstu deild í handbolta vilja stimpla sig almennilega inn. Þátttakan í verkefninu er liður í því. „Það er gaman að koma inn með smá 'oumph', aðeins að markaðssetja okkur og stimpla okkur inn í Olís. Vonandi byggjum við góðan grunn til að halda áfram,“ segir Stefán Mar Arnarsson, sem er í þjálfarateymi liðsins. Klippa: Bleikar treyjur Harðar Harðverjar klæddust treyjunni við upphitun fyrir leik sinn við ÍR á dögunum en vel má vera að þeir klæðist treyjunni í leik á næstunni. Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október á Ísafirði. „Við erum búnir að klæðast honum einu sinni, í upphitun [gegn ÍR], og við erum bara að bíða eftir að fá að spila í honum,“ segir Stefán Mar. Einnig var bleiki búningurinn skoðaður í Seinni bylgjunni þar sem Einar Jónsson og Árni Stefán Guðjónsson fengu eintak. Einar að vísu seldi sína treyju til Daða Magnússonar, tæknistjóra ÍBV TV, sem vildi ekki fá áritun frá Einari á treyjuna, þrátt fyrir að slíkt væri í boði. Klippa: Seinni bylgjan: Bleikar treyjur Hægt er að panta treyjuna af Herði á Facebook-síðu félagsins, á Instagram-síðu Harðar eða með því að senda póst á bleikurhordur@gmail.com. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á kt. 650169-2639 og rk. 0556-14-400732. Viðtalið við þá Stefán og Þráin má sjá í efri spilaranum að ofan og innslagið úr Seinni bylgjunni í þeim neðri.
Hörður Ísafjarðarbær Olís-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira