Katastrófa í dönskum byggingariðnaði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 13. október 2022 08:30 Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Danmörk Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar