Sjáðu sex mínútna þrennu Salah, Son í stuði og sex marka leik á Nývangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 09:01 Harvey Elliott og Mohamed Salah fagna sjöunda og síðasta marki Liverpool liðsins í gær. AP/Scott Heppell Ensku félögin Liverpool og Tottenham unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjum þeirra hér inn á Vísi sem og úr miklu markajafntefli Barcelona og Internazionale. Liverpool vann 7-1 útisigur á skoska félaginu Glasgow Rangers þrátt fyrir að lenda undir í leiknum en Tottenham vann 3-2 sigur á tíu mönnum Eintracht Frankfurt eftir að hafa einnig lent 1-0 undir. Vandræðin hafa verið mikil á Liverpool og einu sinni sem oftar lenti liðið 1-0 undir á Ibrox í gær. Hafi Jürgen Klopp verið að bíða eftir svari frá sínum mönnum þá vöknuðu þeir heldur betur. Klippa: Mörk úr 7-1 sigri Liverpool á Rangers Roberto Firmino jafnaði metin og kom þeim yfir og Darwin Nunez skoraði þriðja markið. Þá var komið að sýningu Mohamed Salah. Salah hefur verið slakur að undanförnu en kom þarna inn á sem varamaður og setti nýtt Meistaradeildarmet með því að skora þrennu á sex mínútna kafla. Harvey Elliott skoraði síðan sjöunda og síðasta markið og Liverpool nægir nú jafntefli á móti Ajax til að tryggja sig áfram í sextán liða úrslitin. Klippa: Mörkin úr 3-2 sigri Tottenham á Frankfurt Tottenham liðið er í efst sæti síns riðils eftir sigurinn á botnliði Eintracht Frankfurt en það er samt bara eitt stig í næstu tvö lið sem eru Marseille og Sporting. Son Heung-min skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þriðja markið gerði Harry Kane úr víti. Kane lagði upp fyrsta mark Son en samvinna þeirra er mögnuð. Son fiskaði líka einn leikmann Frankfurt af velli með sitt annað gula spjald en tíu menn þýska liðsins náðu samt að minnka muninn í 3-2 og búa til taugaveiklaðar lokamínútur. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum sem og úr 3-3 jafnteflisleik Barcelona og Internazionale. Klippa: Mörkin úr 3-3 jafntefli Barcelona og Internazionale Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Liverpool vann 7-1 útisigur á skoska félaginu Glasgow Rangers þrátt fyrir að lenda undir í leiknum en Tottenham vann 3-2 sigur á tíu mönnum Eintracht Frankfurt eftir að hafa einnig lent 1-0 undir. Vandræðin hafa verið mikil á Liverpool og einu sinni sem oftar lenti liðið 1-0 undir á Ibrox í gær. Hafi Jürgen Klopp verið að bíða eftir svari frá sínum mönnum þá vöknuðu þeir heldur betur. Klippa: Mörk úr 7-1 sigri Liverpool á Rangers Roberto Firmino jafnaði metin og kom þeim yfir og Darwin Nunez skoraði þriðja markið. Þá var komið að sýningu Mohamed Salah. Salah hefur verið slakur að undanförnu en kom þarna inn á sem varamaður og setti nýtt Meistaradeildarmet með því að skora þrennu á sex mínútna kafla. Harvey Elliott skoraði síðan sjöunda og síðasta markið og Liverpool nægir nú jafntefli á móti Ajax til að tryggja sig áfram í sextán liða úrslitin. Klippa: Mörkin úr 3-2 sigri Tottenham á Frankfurt Tottenham liðið er í efst sæti síns riðils eftir sigurinn á botnliði Eintracht Frankfurt en það er samt bara eitt stig í næstu tvö lið sem eru Marseille og Sporting. Son Heung-min skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þriðja markið gerði Harry Kane úr víti. Kane lagði upp fyrsta mark Son en samvinna þeirra er mögnuð. Son fiskaði líka einn leikmann Frankfurt af velli með sitt annað gula spjald en tíu menn þýska liðsins náðu samt að minnka muninn í 3-2 og búa til taugaveiklaðar lokamínútur. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum sem og úr 3-3 jafnteflisleik Barcelona og Internazionale. Klippa: Mörkin úr 3-3 jafntefli Barcelona og Internazionale
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira