Heitir Sádum afleiðingum vegna skerðingar á olíuframleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 15:49 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist vilja að þingið komi að því að mögulega endurhugsa samband Bandaríkjanna og Sádi Arabíu. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gær að ákvörðun OPEC+ ríkjanna svokölluðu um að draga verulega úr olíuframleiðslu myndi hafa afleiðingar fyrir Sádi-Arabíu, sem leiða samtökin og eiga að heita bandalagsríki Bandaríkjanna. Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Bandaríkin frysti allt varnarsamstarf með einræðisríkinu. Biden sagði í gær að ríkisstjórn hans væri að endurskoða samband Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu, í ljósi þess að Sádar hefðu tekið þá ákvörðun að aðstoða Rússa við tekjuöflun samhliða átta mánaða stríðsrekstri þeirra í Úkraínu. OPEC+ ríkin ákváðu á fundi í síðustu viku að skerða olíuframleiðslu um tvær milljónir tunna á dag. Það var gert þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjunum og öðrum, sem segja að hærra olíuverð muni koma niður á hagkerfum heimsins á komandi mánuðum. Þetta var stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Sjá einnig: Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Mikilvægt kosningamál Margir ráðamenn á Vesturlöndum líta á ákvörðunina sem greiða OPEC-ríkjanna við Rússa og viðleitni til að hjálpa Rússum varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Fulltrúar OPEC-ríkjanna sögðu skerðinguna til komna vegna lækkunar á olíuverði undanfarna mánuði. Strax eftir að ákvörðunin var kynnt sendi Hvíta húsið út tilkynningu um að gripið yrði til aðgerða með því markmiði að draga úr áhrifum ríkjanna á olíuverð í heiminum. Sjá einnig: Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa Það að lækka olíuverð og draga úr verðbólgu í Bandaríkjunum er eitt af lykilmarkmiðum Bidens og þykir mjög mikilvægt Demókrötum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Sögðu að ákvörðuninni yrði ekki vel tekið Fulltrúar Bandaríkjanna höfðu beðið ráðamenn í Sádi-Arabíu um að fresta ákvörðuninni en þeirri beiðni var neitað. Þá gerðu Bandaríkjamenn Sádum ljóst að þessari ákvörðun yrði tekið á þann veg að Sádar væru að taka afstöðu með Rússum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Sádar beittu fulltrúa annarra OPEC-ríkja þrýstingi til að fá þá til að samþykkja framleiðsluskerðinguna. Meðal þeirra í Bandaríkjunum sem hafa kallað eftir afleiðingum er öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Richard Blumenthal og fulltrúadeildarþingmaðurinn Ro Kanna. Þeir hafa þegar lagt fram frumvarp um að sala vopna til Sádi-Arabíu yrði fryst í minnst eitt ár. Frumvarpið fæli einnig í sér bann á sölu varahluta, viðgerðarþjónustu og annarskonar hernaðarstuðnings við Sáda. Biden lengi verið gagnrýninn í garð Sáda AP fréttaveitan segir óljóst hve langt Biden sé tilbúinn að ganga til að sýna óhamingju sína með yfirvöld í Sádi-Arabíu. Þegar Biden tók við embætti hét hann því að endurskoða samband ríkjanna tveggja en það var vegna mannréttindabrota Sáda og morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þegar olíuverð hækkaði verulega í upphafi þessa árs, fór Biden þó til Sádi-Arabíu í opinbert ferðalag og hitti þar fyrir Mohammed Bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu sem talinn er bera ábyrgð á morði Khashoggi. Þar heilsaði Biden MBS, eins og krónprinsinn er kallaður, af kumpánaskap og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Markmið Bidens með ferðinni var að fá Sáda til að samþykkja meiri olíuframleiðslu en það gekk ekki eftir. Í viðtali við CNN í gær sagði Biden að hann myndi skoða sambandið við Sáda og að hann vildi að þingið hefði aðkomu að því. Hann sagði ekki hvort hann vildi styðja áðurnefnt frumvarp um vopnasölubann. „Það verða afleiðingar vegna þess sem þeir hafa gert með Rússum,“ sagði Biden. Hann vildi þó ekki fara nánar út í það. Talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði einnig í gær að Biden væri þeirrar skoðunar að ganga þyrfti úr skugga um að samband Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu væri í raun í hag Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa þegar ákveðið að hætta við þátttöku á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku þar sem ræða á varnarmál í Mið-Austurlöndum. Meðlimir OPEC, eða Samtaka olíuútflutningslanda, eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Bensín og olía Bandaríkin Sádi-Arabía Rússland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Biden sagði í gær að ríkisstjórn hans væri að endurskoða samband Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu, í ljósi þess að Sádar hefðu tekið þá ákvörðun að aðstoða Rússa við tekjuöflun samhliða átta mánaða stríðsrekstri þeirra í Úkraínu. OPEC+ ríkin ákváðu á fundi í síðustu viku að skerða olíuframleiðslu um tvær milljónir tunna á dag. Það var gert þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjunum og öðrum, sem segja að hærra olíuverð muni koma niður á hagkerfum heimsins á komandi mánuðum. Þetta var stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Sjá einnig: Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Mikilvægt kosningamál Margir ráðamenn á Vesturlöndum líta á ákvörðunina sem greiða OPEC-ríkjanna við Rússa og viðleitni til að hjálpa Rússum varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Fulltrúar OPEC-ríkjanna sögðu skerðinguna til komna vegna lækkunar á olíuverði undanfarna mánuði. Strax eftir að ákvörðunin var kynnt sendi Hvíta húsið út tilkynningu um að gripið yrði til aðgerða með því markmiði að draga úr áhrifum ríkjanna á olíuverð í heiminum. Sjá einnig: Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa Það að lækka olíuverð og draga úr verðbólgu í Bandaríkjunum er eitt af lykilmarkmiðum Bidens og þykir mjög mikilvægt Demókrötum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Sögðu að ákvörðuninni yrði ekki vel tekið Fulltrúar Bandaríkjanna höfðu beðið ráðamenn í Sádi-Arabíu um að fresta ákvörðuninni en þeirri beiðni var neitað. Þá gerðu Bandaríkjamenn Sádum ljóst að þessari ákvörðun yrði tekið á þann veg að Sádar væru að taka afstöðu með Rússum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Sádar beittu fulltrúa annarra OPEC-ríkja þrýstingi til að fá þá til að samþykkja framleiðsluskerðinguna. Meðal þeirra í Bandaríkjunum sem hafa kallað eftir afleiðingum er öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Richard Blumenthal og fulltrúadeildarþingmaðurinn Ro Kanna. Þeir hafa þegar lagt fram frumvarp um að sala vopna til Sádi-Arabíu yrði fryst í minnst eitt ár. Frumvarpið fæli einnig í sér bann á sölu varahluta, viðgerðarþjónustu og annarskonar hernaðarstuðnings við Sáda. Biden lengi verið gagnrýninn í garð Sáda AP fréttaveitan segir óljóst hve langt Biden sé tilbúinn að ganga til að sýna óhamingju sína með yfirvöld í Sádi-Arabíu. Þegar Biden tók við embætti hét hann því að endurskoða samband ríkjanna tveggja en það var vegna mannréttindabrota Sáda og morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þegar olíuverð hækkaði verulega í upphafi þessa árs, fór Biden þó til Sádi-Arabíu í opinbert ferðalag og hitti þar fyrir Mohammed Bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu sem talinn er bera ábyrgð á morði Khashoggi. Þar heilsaði Biden MBS, eins og krónprinsinn er kallaður, af kumpánaskap og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Markmið Bidens með ferðinni var að fá Sáda til að samþykkja meiri olíuframleiðslu en það gekk ekki eftir. Í viðtali við CNN í gær sagði Biden að hann myndi skoða sambandið við Sáda og að hann vildi að þingið hefði aðkomu að því. Hann sagði ekki hvort hann vildi styðja áðurnefnt frumvarp um vopnasölubann. „Það verða afleiðingar vegna þess sem þeir hafa gert með Rússum,“ sagði Biden. Hann vildi þó ekki fara nánar út í það. Talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði einnig í gær að Biden væri þeirrar skoðunar að ganga þyrfti úr skugga um að samband Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu væri í raun í hag Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa þegar ákveðið að hætta við þátttöku á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku þar sem ræða á varnarmál í Mið-Austurlöndum. Meðlimir OPEC, eða Samtaka olíuútflutningslanda, eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+.
Bensín og olía Bandaríkin Sádi-Arabía Rússland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“