Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 13. október 2022 10:00 Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun