Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2022 11:22 Fjöldi fólks særðist í eldflaugaárásum Rússa á Kænugarð í gær. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent