Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 08:00 Íslenska landsliðið fagnar vonandi eftir leik í kvöld eins og þær Guðrún Arnardóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerðu eftir fyrsta mark Íslands á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. Það verður dregið í riðla fyrir HM í næstu viku. Ef að Ísland vinnur Portúgal í kvöld, í venjulegum leiktíma eða framlengingu, verður liðið með í þeim drætti og tekur þátt í keppni þeirra bestu í heimi í fyrsta sinn í sögunni, eftir að hafa þrívegis komist í lokakeppni Evrópumótsins. Ef að Ísland tapar hins vegar í kvöld myndi það sjálfsagt flokkast sem sárustu vonbrigði í sögu landsliðsins. Aldrei hefur það komist eins nærri því að fara á HM þrátt fyrir að heppnin hafi svo sannarlega ekki verið á bandi Íslendinga, sem fyrst drógust í undanriðil með þáverandi Evrópumeisturum Hollands og drógust svo á útivöll gegn sterkum andstæðingi í því umspili sem liðið er núna í. Portúgal er þó í 27. sæti heimslistans, þrettán sætum fyrir neðan Ísland, og komst aðeins inn á EM sem varaþjóð í stað Rússlands. En liðið sýndi styrk sinn með því að slá út Belgíu síðastliðinn fimmtudag og það þarf allt að ganga upp til að Ísland komist á HM í kvöld í stað þess að sitja aftur eftir með sárt enni. Mögulega aukaumspil í febrúar Sá möguleiki er svo til staðar að Ísland fái ekki HM-farseðil í kvöld, en eigi samt enn möguleika á að komast á mótið. Flókið fyrirkomulag úr smiðju FIFA og UEFA gerir þetta að verkum. Ísland leikur í kvöld í einu af þremur umspilseinvígjum Evrópu þar sem í boði eru tvö örugg sæti á HM en eitt sæti í sérstöku aukaumspili í Nýja-Sjálandi í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum. Það lið sem vinnur sitt umspilseinvígi, en er með lakastan samanlagðan árangur úr undankeppninni og umspili, fer því í þetta aukaumspil. Ísland átti frábæra undankeppni þó að liðið næði á endanum ekki að slá við Hollandi. Eini möguleikinn á að Ísland endi á að fara í aukaumspilið er því ef að liðið myndi vinna Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld, og að Írland myndi vinna Skotland á útivelli og Sviss vinna Wales, í hinum tveimur umspilseinvígunum. Gætu þurft að bíða í tvo tíma eftir niðurstöðu Leikur Skotlands og Írlands hefst tveimur tímum seinna en hin tvö einvígin, eða klukkan 19, og því er mögulegt að Ísland vinni í vítaspyrnukeppni og þurfi svo að bíða í tvo tíma með að vita hvort að það dugi til að komast beint á HM. Fari Ísland í aukaumspilið bíða þar níu þjóðir sem liðið hefur aldrei spilað við, og verður þeim skipt í þrjú aðskilin umspil. Þjóðirnar sem bíða í aukaumspilinu eru Kínverska Taípei, Tæland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea. Íslensku stelpurnar hafa hins vegar 90 mínútur, eða 120 ef til þarf, til að sjá sjálfar til þess að þær geti fagnað HM-sætinu strax í kvöld. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Það verður dregið í riðla fyrir HM í næstu viku. Ef að Ísland vinnur Portúgal í kvöld, í venjulegum leiktíma eða framlengingu, verður liðið með í þeim drætti og tekur þátt í keppni þeirra bestu í heimi í fyrsta sinn í sögunni, eftir að hafa þrívegis komist í lokakeppni Evrópumótsins. Ef að Ísland tapar hins vegar í kvöld myndi það sjálfsagt flokkast sem sárustu vonbrigði í sögu landsliðsins. Aldrei hefur það komist eins nærri því að fara á HM þrátt fyrir að heppnin hafi svo sannarlega ekki verið á bandi Íslendinga, sem fyrst drógust í undanriðil með þáverandi Evrópumeisturum Hollands og drógust svo á útivöll gegn sterkum andstæðingi í því umspili sem liðið er núna í. Portúgal er þó í 27. sæti heimslistans, þrettán sætum fyrir neðan Ísland, og komst aðeins inn á EM sem varaþjóð í stað Rússlands. En liðið sýndi styrk sinn með því að slá út Belgíu síðastliðinn fimmtudag og það þarf allt að ganga upp til að Ísland komist á HM í kvöld í stað þess að sitja aftur eftir með sárt enni. Mögulega aukaumspil í febrúar Sá möguleiki er svo til staðar að Ísland fái ekki HM-farseðil í kvöld, en eigi samt enn möguleika á að komast á mótið. Flókið fyrirkomulag úr smiðju FIFA og UEFA gerir þetta að verkum. Ísland leikur í kvöld í einu af þremur umspilseinvígjum Evrópu þar sem í boði eru tvö örugg sæti á HM en eitt sæti í sérstöku aukaumspili í Nýja-Sjálandi í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum. Það lið sem vinnur sitt umspilseinvígi, en er með lakastan samanlagðan árangur úr undankeppninni og umspili, fer því í þetta aukaumspil. Ísland átti frábæra undankeppni þó að liðið næði á endanum ekki að slá við Hollandi. Eini möguleikinn á að Ísland endi á að fara í aukaumspilið er því ef að liðið myndi vinna Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld, og að Írland myndi vinna Skotland á útivelli og Sviss vinna Wales, í hinum tveimur umspilseinvígunum. Gætu þurft að bíða í tvo tíma eftir niðurstöðu Leikur Skotlands og Írlands hefst tveimur tímum seinna en hin tvö einvígin, eða klukkan 19, og því er mögulegt að Ísland vinni í vítaspyrnukeppni og þurfi svo að bíða í tvo tíma með að vita hvort að það dugi til að komast beint á HM. Fari Ísland í aukaumspilið bíða þar níu þjóðir sem liðið hefur aldrei spilað við, og verður þeim skipt í þrjú aðskilin umspil. Þjóðirnar sem bíða í aukaumspilinu eru Kínverska Taípei, Tæland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea. Íslensku stelpurnar hafa hins vegar 90 mínútur, eða 120 ef til þarf, til að sjá sjálfar til þess að þær geti fagnað HM-sætinu strax í kvöld. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23