Það var snemma ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda í kvöld. Gestirnir voru mun betri aðilinn og kom Matias Vecino þeim yfir strax á 11. mínútu leiksins. Mattia Zaccagni, sem lagði upp fyrsta markið, skoraði svo annað mark Lazio og staðan 0-2 í hálfleik.
Varamaðurinn Luis Alberto kom Lazio 3-0 yfir þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann skilaði boltanum í netið eftir sendingu Ciro Immobile. Sá vildi ekki vera minni maður og skoraði Immobile fjórða mark leiksins í uppbótartíma.
Lokatölur 0-4 og Lazio komið upp í 3. sæti Serie A með 20 stig að loknum níu leikjum. Fiorentina er í 13. sæti með níu stig.