„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 14:58 Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu til Porto í gær eftir æfingar í Algarve síðustu daga. Það var létt yfir henni þegar hún ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Stöð 2 Sport „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00