Hópur fólks hvatt listafólk til að spila ekki á Airwaves Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 14:46 Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. Forsvarsmenn Iceland Airwaves sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagt var frá því að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur væri að biðja tónlistarfólk hátíðarinnar um að spila ekki. Með því vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair að neita ríkinu um pláss í flugvélum sínum fyrir hælisleitendur sem er vísað úr landi. Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. „Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í tilkynningunni segir að ef röskun verði á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða sem kemur mest niður á íslensku tónlistarlífi. Tilgangur hátíðarinnar sé að koma íslensku tónlistarfólki og tónlistarsamfélagi á framfæri á stærri mörkuðum. „Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangursríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Við sem stöndum að Iceland Airwaves höfum orðið vör við að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur, hefur sett sig í samband við listafólk sem er að spila á hátíðinni og hvatt þau til að koma ekki fram á henni. Ástæðan er að Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair um að neita ríkinu um pláss í sínum flugvélum fyrir hælisleitendur sem vísað er úr landi. Á sama tíma og við styðjum heils hugar rétt allra til að berjast fyrir sínum málstað, viljum við leggja orð í belg um þessar baráttuaðferðir. Iceland Airwaves er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk og önnur sem starfa innan tónlistargeirans. Hátíðin er löskuð eftir tvö strembin ár í COVID faraldrinum. Á það raunar við um tónlistargeirann í heild, á heimsvísu. Sífellt berast fregnir af þekktu tónlistarfólki sem hættir við tónleikaferðir vegna erfiðra aðstæðna í kjölfar faraldursins, oft í miðju kafi. Má þar nefna Shawn Mendes, Placebo og alt-J. Ótalmörg sem hafa lífsviðurværi af tónlist berjast fyrir tilvist sinni og er brýnt að leggja þeim lið. Iceland Airwaves er fjarri því að vera gróðamaskína. Hátíðin er rekin áfram af ástríðu og styrkir frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg eru henni lífsnauðsynlegir. Icelandair er stofnandi Iceland Airwaves og án áframhaldandi stuðnings frá þeim er engin leið að halda hátíðina. Langtímasamningur við Icelandair um stuðning er kjölfestan í tilvist Iceland Airwaves. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair kaupir íslenska ríkið flugmiða hjá Icelandair eins og hver annar viðskiptavinur. Icelandair verður að fara að íslenskum lögum og framfylgja ákvörðunum stjórnvalda en er eingöngu heimilt að neita að fljúga farþegum ef af þeim stafar öryggisógn. Ríkinu er frjálst að kaupa flugmiða af hvaða flugfélagi sem er í hvaða tilgangi sem er. Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair. Frumtilgangur hátíðarinnar er að búa til virði fyrir íslenskt tónlistarsamfélag. Enginn efast um hversu vel það hefur tekist síðustu 20 ár. Hátíðin hefur reynst íslensku tónlistarfólki frábær leið til að koma sér á framfæri á stærri mörkuðum. Hún laðar til Íslands á hverju ári erlenda fjölmiðla og bransafólk í stórum stíl. Við teljum að ef veruleg röskun verður á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða, sem á endanum kemur harðast niður á íslensku tónlistarlífi. Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangusríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum. Tónlist Airwaves Stjórnsýsla Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Forsvarsmenn Iceland Airwaves sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagt var frá því að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur væri að biðja tónlistarfólk hátíðarinnar um að spila ekki. Með því vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair að neita ríkinu um pláss í flugvélum sínum fyrir hælisleitendur sem er vísað úr landi. Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. „Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í tilkynningunni segir að ef röskun verði á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða sem kemur mest niður á íslensku tónlistarlífi. Tilgangur hátíðarinnar sé að koma íslensku tónlistarfólki og tónlistarsamfélagi á framfæri á stærri mörkuðum. „Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangursríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Við sem stöndum að Iceland Airwaves höfum orðið vör við að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur, hefur sett sig í samband við listafólk sem er að spila á hátíðinni og hvatt þau til að koma ekki fram á henni. Ástæðan er að Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair um að neita ríkinu um pláss í sínum flugvélum fyrir hælisleitendur sem vísað er úr landi. Á sama tíma og við styðjum heils hugar rétt allra til að berjast fyrir sínum málstað, viljum við leggja orð í belg um þessar baráttuaðferðir. Iceland Airwaves er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk og önnur sem starfa innan tónlistargeirans. Hátíðin er löskuð eftir tvö strembin ár í COVID faraldrinum. Á það raunar við um tónlistargeirann í heild, á heimsvísu. Sífellt berast fregnir af þekktu tónlistarfólki sem hættir við tónleikaferðir vegna erfiðra aðstæðna í kjölfar faraldursins, oft í miðju kafi. Má þar nefna Shawn Mendes, Placebo og alt-J. Ótalmörg sem hafa lífsviðurværi af tónlist berjast fyrir tilvist sinni og er brýnt að leggja þeim lið. Iceland Airwaves er fjarri því að vera gróðamaskína. Hátíðin er rekin áfram af ástríðu og styrkir frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg eru henni lífsnauðsynlegir. Icelandair er stofnandi Iceland Airwaves og án áframhaldandi stuðnings frá þeim er engin leið að halda hátíðina. Langtímasamningur við Icelandair um stuðning er kjölfestan í tilvist Iceland Airwaves. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair kaupir íslenska ríkið flugmiða hjá Icelandair eins og hver annar viðskiptavinur. Icelandair verður að fara að íslenskum lögum og framfylgja ákvörðunum stjórnvalda en er eingöngu heimilt að neita að fljúga farþegum ef af þeim stafar öryggisógn. Ríkinu er frjálst að kaupa flugmiða af hvaða flugfélagi sem er í hvaða tilgangi sem er. Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair. Frumtilgangur hátíðarinnar er að búa til virði fyrir íslenskt tónlistarsamfélag. Enginn efast um hversu vel það hefur tekist síðustu 20 ár. Hátíðin hefur reynst íslensku tónlistarfólki frábær leið til að koma sér á framfæri á stærri mörkuðum. Hún laðar til Íslands á hverju ári erlenda fjölmiðla og bransafólk í stórum stíl. Við teljum að ef veruleg röskun verður á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða, sem á endanum kemur harðast niður á íslensku tónlistarlífi. Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangusríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum.
Við sem stöndum að Iceland Airwaves höfum orðið vör við að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur, hefur sett sig í samband við listafólk sem er að spila á hátíðinni og hvatt þau til að koma ekki fram á henni. Ástæðan er að Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair um að neita ríkinu um pláss í sínum flugvélum fyrir hælisleitendur sem vísað er úr landi. Á sama tíma og við styðjum heils hugar rétt allra til að berjast fyrir sínum málstað, viljum við leggja orð í belg um þessar baráttuaðferðir. Iceland Airwaves er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk og önnur sem starfa innan tónlistargeirans. Hátíðin er löskuð eftir tvö strembin ár í COVID faraldrinum. Á það raunar við um tónlistargeirann í heild, á heimsvísu. Sífellt berast fregnir af þekktu tónlistarfólki sem hættir við tónleikaferðir vegna erfiðra aðstæðna í kjölfar faraldursins, oft í miðju kafi. Má þar nefna Shawn Mendes, Placebo og alt-J. Ótalmörg sem hafa lífsviðurværi af tónlist berjast fyrir tilvist sinni og er brýnt að leggja þeim lið. Iceland Airwaves er fjarri því að vera gróðamaskína. Hátíðin er rekin áfram af ástríðu og styrkir frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg eru henni lífsnauðsynlegir. Icelandair er stofnandi Iceland Airwaves og án áframhaldandi stuðnings frá þeim er engin leið að halda hátíðina. Langtímasamningur við Icelandair um stuðning er kjölfestan í tilvist Iceland Airwaves. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair kaupir íslenska ríkið flugmiða hjá Icelandair eins og hver annar viðskiptavinur. Icelandair verður að fara að íslenskum lögum og framfylgja ákvörðunum stjórnvalda en er eingöngu heimilt að neita að fljúga farþegum ef af þeim stafar öryggisógn. Ríkinu er frjálst að kaupa flugmiða af hvaða flugfélagi sem er í hvaða tilgangi sem er. Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair. Frumtilgangur hátíðarinnar er að búa til virði fyrir íslenskt tónlistarsamfélag. Enginn efast um hversu vel það hefur tekist síðustu 20 ár. Hátíðin hefur reynst íslensku tónlistarfólki frábær leið til að koma sér á framfæri á stærri mörkuðum. Hún laðar til Íslands á hverju ári erlenda fjölmiðla og bransafólk í stórum stíl. Við teljum að ef veruleg röskun verður á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða, sem á endanum kemur harðast niður á íslensku tónlistarlífi. Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangusríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum.
Tónlist Airwaves Stjórnsýsla Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira