„Hann er búin að standa sig alveg eins og hetja, búin að snúa nokkrum höfðum og búin að fá slatta af myndum af sér. Það eru margir mjög hissa að sjá mig á bílnum en þetta er bara sendibíllinn minn í dag. Það eru margir búnir að spyrja hvort maður sé ekki hræddur að vera á þessu en ég segi bara, það eru góðir andar í bílnum, það er ekkert annað, þetta er bara góðir andar,“ segir Sigurður Bjarki Guðbjartsson, eigandi útfararbílsins.
Sigurður Bjarki sá bílinn auglýstan til sölu á Facebook og klukkutíma síðar var hann búin að kaupa hann. Bílinn var fluttur notaður inn til landsins og var til fjölda ára í eigu útfararþjónustu í Reykjavík. Bílinn er árgerð 1992 og það er búin að keyra hann 100 þúsund kílómetra á þessum 30 árum.

Sigurður Bjarki segir heimamenn á Ísafirði hafa miklar skoðanir á bílnum, mörgum finnist mjög skrýtið að nota útfararbíl, sem sendibíl á götum bæjarins fyrir tælenskan veitingastað alla daga, á meðan öðrum finnst þetta töff og setja skemmtilegan brag á bæjarfélagið.
„Bíddu við, af hverju má þetta ekki vera sendibíll eins og kirkja getur verið leikskóli, ég held að þetta sé ekkert annað. Eins og staðan er í dag þá er þetta bara sendiferðabílinn minn,“ segir Sigurður Bjarki, veitingamaður og sendibílstjóri á Ísafirði.
