Er hægt að ræða stór mál út frá staðreyndum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 8. október 2022 16:03 Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun