Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins? Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. október 2022 07:02 Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun