Vill gefa Reykjavík risaeðlu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 16:51 Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann. Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári. Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári.
Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira