„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 15:01 Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum afar svekkt eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði en vill nýta það svekkelsi til að knýja fram sigur næsta þriðjudag. vísir/Arnar Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira