Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 14:30 Egill Magnússon er á toppi listans. Hann mætir Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/Diego Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira