Sjáðu Danijel fylltan hetjumóð og glæsimark Telmo gegn FH Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 09:03 Hinn 19 ára gamli Danijel Dejan Djuric hefur komið af fítonskrafti inn í lið Víkings. VÍSIR/VILHELM Víkingar gerðu endanlega út um vonir Vals um Evrópusæti með mögnuðum 3-2 endurkomusigri í Bestu deild karla í fótbolta og FH er enn í fallsæti eftir 2-1 tap í Vestmannaeyjum. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Hinn 19 ára gamli Danijel Dejan Djuric var að öðrum ólöstuðum hetja Víkinga í gær en hann skoraði tvö lagleg mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins, eftir að Jesper Juelsgård og Birkir Heimisson höfðu komið Val í 2-0. Danijel skoraði fyrst með föstu skoti úr frekar þröngu færi í teignum og Nikolaj Hansen jafnaði svo metin á 84. mínútu eftir fyrirgjöf Arnórs Borg Guðjohnsen. Tveimur mínútum síðar skoraði Danijel sigurmarkið eftir að hafa farið illa með Heiðar Ægisson, bakvörð Vals. Víkingar eru þar með í 2. sæti, fyrir ofan KA á markatölu, en liðin eru átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nú er endanlega ljóst að þessi þrjú lið fara í Evrópukeppni á næstu leiktíð, þó að enn séu fjórar umferðir eftir. Klippa: Mörk Víkings og Vals ÍBV kom sér fjórum stigum frá fallsæti með 2-1 sigri gegn FH sem enn situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 23 leiki. Liðið er stigi á eftir Leikni fyrir leik liðanna næsta sunnudag. Telmo Castanheira kom ÍBV yfir í gær með frábæru skoti á áttundu mínútu en Ólafur Guðmundsson jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu. Sigurmarkið skoraði svo miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson með föstu skoti úr teignum, á 56. mínútu. Klippa: Mörk ÍBV og FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur FH ÍBV Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Danijel Dejan Djuric var að öðrum ólöstuðum hetja Víkinga í gær en hann skoraði tvö lagleg mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins, eftir að Jesper Juelsgård og Birkir Heimisson höfðu komið Val í 2-0. Danijel skoraði fyrst með föstu skoti úr frekar þröngu færi í teignum og Nikolaj Hansen jafnaði svo metin á 84. mínútu eftir fyrirgjöf Arnórs Borg Guðjohnsen. Tveimur mínútum síðar skoraði Danijel sigurmarkið eftir að hafa farið illa með Heiðar Ægisson, bakvörð Vals. Víkingar eru þar með í 2. sæti, fyrir ofan KA á markatölu, en liðin eru átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nú er endanlega ljóst að þessi þrjú lið fara í Evrópukeppni á næstu leiktíð, þó að enn séu fjórar umferðir eftir. Klippa: Mörk Víkings og Vals ÍBV kom sér fjórum stigum frá fallsæti með 2-1 sigri gegn FH sem enn situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 23 leiki. Liðið er stigi á eftir Leikni fyrir leik liðanna næsta sunnudag. Telmo Castanheira kom ÍBV yfir í gær með frábæru skoti á áttundu mínútu en Ólafur Guðmundsson jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu. Sigurmarkið skoraði svo miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson með föstu skoti úr teignum, á 56. mínútu. Klippa: Mörk ÍBV og FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur FH ÍBV Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira