Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 17:36 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni.
Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent