Scooby-Doo persóna kemur út úr skápnum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. október 2022 16:31 Aðdáendur þáttanna um Scooby-Doo gleðjast yfir því að Velma Dinkley sé komin út úr skápnum. Warner Bros Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu. Upphaflegu þættirnir um Scooby-Doo hófu göngu sína árið 1969. Síðan þá hafa verið gerðar ótal margar þáttaraðir, teiknimyndir og tvær leiknar kvikmyndir. Nýja myndin Trick or Treat Scooby-Doo! kom út í gær. Aðalpersónurnar Scooby, Shaggy, Daphne, Fred og Velma eru öll á sínum stað. En auk þess fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu, búningahönnuðinum Coco Diablo. Í kvikmyndinni verður Velma hrifin af Coco. Í myndbrotinu hér að neðan má sjá þegar Velma ber Coco augum í fyrsta sinn og verður augljóslega heilluð. OMG LESBIAN VELMA FINALLY CANON CANON IN THE MOVIES LETS GOOOOOO pic.twitter.com/0ilx2uid1q— Trin (@MythicalLlamaXO) October 3, 2022 Skrifaði persónuna upphaflega sem samkynhneigða Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter taka aðdáendur þessum tíðindum fagnandi. Hörðustu aðdáendur hafa lengi talið sig vita að Velma væri samkynhneigð, þrátt fyrir að hún hafi átt í ástarsambandi við karlmann í leiknu kvikmyndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed frá árinu 2004. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn skrifaði handritið að báðum leiknu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um fimmmenningana. Gunn segist upphaflega hafa skrifað persónu Velmu sem samkynhneigða en sú hugmynd hafi ekki hlotið góðar undirtektir. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Velma yrði hrifin af safnverðinum Patrick, þvert á vilja handritshöfundar. Í atriðum sem klippt voru úr kvikmyndinni hefði mátt sjá ýmsar vísbendingar um raunverulega kynhneigð Velmu. View this post on Instagram A post shared by Tony Cervone (@tonycervone) „Engar nýjar fréttir hér“ Árið 2020 deildi framleiðandinn Tony Cervone mynd af Velmu á Instagram-síðu sinni í tengslum við Pride Month. Af henni að dæma hefur það lengi verið vitað að Velma væri samkynhneigð, þó svo að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en nú. „Við reyndum að hafa þetta eins skýrt og við gátum og flestir aðdáendurnir náðu þessu. Þið sem náðuð þessu ekki, ég legg til að þið horfið betur. Það eru engar nýjar fréttir hér,“ skrifaði Cervone. Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Upphaflegu þættirnir um Scooby-Doo hófu göngu sína árið 1969. Síðan þá hafa verið gerðar ótal margar þáttaraðir, teiknimyndir og tvær leiknar kvikmyndir. Nýja myndin Trick or Treat Scooby-Doo! kom út í gær. Aðalpersónurnar Scooby, Shaggy, Daphne, Fred og Velma eru öll á sínum stað. En auk þess fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu, búningahönnuðinum Coco Diablo. Í kvikmyndinni verður Velma hrifin af Coco. Í myndbrotinu hér að neðan má sjá þegar Velma ber Coco augum í fyrsta sinn og verður augljóslega heilluð. OMG LESBIAN VELMA FINALLY CANON CANON IN THE MOVIES LETS GOOOOOO pic.twitter.com/0ilx2uid1q— Trin (@MythicalLlamaXO) October 3, 2022 Skrifaði persónuna upphaflega sem samkynhneigða Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter taka aðdáendur þessum tíðindum fagnandi. Hörðustu aðdáendur hafa lengi talið sig vita að Velma væri samkynhneigð, þrátt fyrir að hún hafi átt í ástarsambandi við karlmann í leiknu kvikmyndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed frá árinu 2004. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn skrifaði handritið að báðum leiknu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um fimmmenningana. Gunn segist upphaflega hafa skrifað persónu Velmu sem samkynhneigða en sú hugmynd hafi ekki hlotið góðar undirtektir. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Velma yrði hrifin af safnverðinum Patrick, þvert á vilja handritshöfundar. Í atriðum sem klippt voru úr kvikmyndinni hefði mátt sjá ýmsar vísbendingar um raunverulega kynhneigð Velmu. View this post on Instagram A post shared by Tony Cervone (@tonycervone) „Engar nýjar fréttir hér“ Árið 2020 deildi framleiðandinn Tony Cervone mynd af Velmu á Instagram-síðu sinni í tengslum við Pride Month. Af henni að dæma hefur það lengi verið vitað að Velma væri samkynhneigð, þó svo að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en nú. „Við reyndum að hafa þetta eins skýrt og við gátum og flestir aðdáendurnir náðu þessu. Þið sem náðuð þessu ekki, ég legg til að þið horfið betur. Það eru engar nýjar fréttir hér,“ skrifaði Cervone.
Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira