Handbolti

Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við Skara HF í Svíþjóð.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við Skara HF í Svíþjóð. Skara HF

Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds.

Jóhanna hafði ekki verið lengi í herbúðum Önnereds, en þangað fór hún frá HK í vor. Með HK varð Jóhanna markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, en hefur fengið fá tækifæri í liði Önnereds og hefur því ákveðið að færa sig um set.

Hjá Skara hittir Jóhanna fyrir tvo íslenska leikmenn, en þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir gengu til liðs við félagið í sumar.

Jóhanna Margrét skrifaði undir tveggja ára samning við Skara HF sem hefur unnið einn leik og tapað tveimur í upphafi tímabils í sænsku úrvalsdeildinni. Það er Skara HF sem greinir frá félagsskiptunum á heimasíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×