Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 19:05 Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fimmta mark Bayern. Adam Pretty/Getty Images Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Sjá meira
Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Sjá meira