Walker nýtur stuðnings Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en er verulega umdeildur.
Hann hefur meðal annars sagt að hann vilji banna það alfarið, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells og jafnvel þó þungun ógni lífi móður. Þá hefur hann líkt þungunarrofi við morð.
Daily Beast birti frétt um hið meinta þungunarrof og greiðsluna frá Walker í gær. Blaðamaður miðilsins talaði við konuna um málið og sýndi hún honum kvittun fyrir aðgerðinni, kvittun vegna innlagnar í banka sem með fylgdi mynd af ávísun sem Walker hafði skrifað nafn sitt á og bréf þar sem hann á að hafa óskað henni skjóts bata.
Walker var spurður út í ávísunina í viðtali á Fox News í gær. Þá sagðist hann senda fullt af fólki pening. Hann væri gjafmildur. Hann sagði það sama um bréfið, eða það að hann sendi fullt af fólki allskonar bréf.
"I send money to a lot of people" -- Walker on an alleged payment he made to a woman who says he paid for her abortion pic.twitter.com/LYSH2X0jBn
— Aaron Rupar (@atrupar) October 4, 2022
Sonur Walkers, sem heitir Christian, hefur þó stigið fram og gagnrýnt hann harðlega. Christian Walker hefur meðal annars sakað föður sinn um að hafa hótað sér og móður sinni lífláti og segir að þau hafi ítrekað þurft að flýja undan ofbeldi hans.
Hann sagði Herschel vera að ljúga því að hann væri réttsýnn kristinn maður og hið sanna væri að hann hefði varið ævinni í að rústa lífum annarra.
„Allir fjölskyldumeðlimir Herschel Walker báðu hann um að bjóða sig ekki fram, því við vissum öll að fortíð hans myndi koma á yfirborðið,“ sagði Christian í tístunum.
I ve stayed silent for nearly two years as my whole life has been lied about publicly. I did ONE campaign event, then said I didn t want involvement.
— Christian Walker (@ChristianWalk1r) October 4, 2022
Don t you dare test my authenticity. Here is the full story: pic.twitter.com/ekVEcz8zq3
Repúblikanar hafa í dag sagst styðja Walker og meðal annars sakað Demókrata um að ljúga upp á hann. Þeir hafa meðal annars gefið í skyn að um einhvers konar samsæri Demókrata sér að ræða.
Lög Georgíu segja til um að stjórnmálaflokkar megi ekki skipta um frambjóðenda svo nærri kosningum. Þá hafa Repúblikanar bundið miklar vonir við að Georgía og Herschel hjálpi þeim að ná meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum í nóvember.
Washington Post segir að öldungadeildarframbjóðendur Repúblikanaflokksins í mikilvægum ríkjum hafi ekki verið að gera gott mót í könnunum. Walker sé þó ekki einn þeirra. Flestar kannanir sýna hann stutt á hæla Raphael G. Warnock, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins.
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nýverið að Repúblikanar teldu góðar líkur á því að þeir gætu náð þingsætum Georgíu.
Miðað við kannanir eru líkur á því að Demókratar haldi meirihluta í öldungadeildinni og jafnvel bæti við sig sætum.
Það sama er ekki upp á teningnum í fulltrúadeildinni. Þar eru líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta. Kannanir sýna þó að dregið hefur úr þeim líkum og þá sérstaklega eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi.