Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 08:00 Það sauð upp úr í lokin á leik FH og Fram í Kaplakrika. Stöð 2 Sport „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti