Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir innlimun Donetsk, Luhansk, Kherson og Saporisjía í Úkraínu á föstudag. Það gerði hann í kjölfar ólögmætra atkvæðagreiðslna sem leppstjórar Rússa í hernumdu héruðunum héldu fyrr í vikunni.
Vestræn ríki hafa lýst atkvæðagreiðslunum sem falsi og ætla ekki að viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim. Í sama streng tók íslenska utanríkisráðuneytið á fundinum með rússneska sendiherranum, að því er kemur fram í tísti frá ráðuneytinu.
„Ísland kallaði sendiherra Rússland á sinn fund í dag til að koma á framfæri sinni sterkustu fordæmingu á tilraunum til að innlima landsvæði Úkraínu og gerviatkvæðagreiðslum sem voru hannaðar í algerri andstöðu við alþjóðalög,“ segir í tístinu á enskumælandi reikningi ráðuneytisins.
Ísland er þar sagt aldrei munu viðurkenna að neinn hluti héraðanna tilheyri Rússlandi.
MFA Iceland summoned the Ambassador of Russia today to express the strongest condemnation of the attempted annexation of Ukrainian territory and the sham referenda engineered in total violation of international law. will not recognize any of this territory as a part of Russia.
— MFA Iceland (@MFAIceland) October 3, 2022