Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni Snorri Másson skrifar 4. október 2022 07:17 Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum. Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar
NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira