Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Skömmu fyrir þetta hafði lögreglu borist tilkynning um þjófnað, einnig í Laugardal, þar sem þjófur hafði stolið fartölvu af hótelgesti. Þjófurinn komst undan með góssið.
Klukkan rúmlega hálf átta í gærkvöldi var maður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Ökumaðurinn hafði lent í umferðarslysi í Hafnarfirði og rústað bifreið sinni með því að aka henni utan í gröfu. Hann fékk aðhlynningu á slysadeild og var að lokum vistaður í fangageymslu.
Miðsvæðis í Reykjavík var einnig eitthvað um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis í gærkvöldi og í nótt. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra var látinn gista fangageymslu þar sem hann hafði valdið minniháttar umferðaróhappi.