Topplið Breiðabliks fær Stjörnuna í heimsókn en Blikar eru með fimm stiga forystu á toppi efri hlutans eftir að KA lagði KR í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli og hefst útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00.
Á íþróttarásum Stöðvar 2 verður einnig einn leikur úr ítölsku úrvalsdeildinni sýndur beint auk þess sem Gametíví er á sínum stað með sinn vikulega þátt.