Liðið hefur ekki tapað deildarleik í pólsku úrvalsdeildinni síðan 9. október árið 2019. Það verða því slétt þrjú ár frá seinasta tapleik liðsins í deildinni eftir nákvæmlega viku, en liðið tapaði seinast gegn Wisla Plock, 27-26.
Kielce hefur reyndar gert tvö jafntefli í þessum 75 deildarsigrum þeirra í röð, en pólska deildin virkar þannig að spilað er til þrautar. Sigur gefur þrjú stig, sigur eftir framlengingu tvö, tap í framlenginu gefur eitt stig og að lokum eru engin stig gefin fyrir tap í venjulegum leiktíma.
Kielce vann í bæði skiptin í framlengingu sem liðið gerði jafntefli á þessum tíma og því má með góðri samvisku segja að liðið hafi verið að vinna sinn 75. deildarleik í röð.
Haukur Þrastarson kom við sögu í leik dagsins, en komst ekki á blað. Kielce trónir á toppi pólsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en bæði Wisla Plock og Wybrzeze Gdansk eiga leik til góða og eru einnig með fullt hús stiga.