Úrslitakeppni Bestu deildarinnar í fótbolta hefst með þremur leikjum þar sem KA og KR eigast við í efri hlutanum á meðan tveir mikilvægir leikir fara fram í neðri hlutanum þar sem Keflavík fær ÍA í heimsókn og Leiknir heimsækir Fram.
Í kvöld mætast Valur og Stjarnan í meistarakeppni KKÍ sem markar upphaf körfuboltatímabilsins í karlaflokki og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Einnig verður boðið upp á golf, amerískan fótbolta, ítalskan fótbolta, sænskan fótbolta og rafíþróttir á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.