Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. september 2022 21:45 Bíll á ferð í Charleston í Suður-Karólínu. AP/Alex Brandon Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38