Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. september 2022 21:45 Bíll á ferð í Charleston í Suður-Karólínu. AP/Alex Brandon Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38