„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. september 2022 21:49 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka Vísir: Hulda Margrét „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. „Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“ Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“
Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10