Umfjöllun: KR - Þór/KA 3-2 | Fallið lið KR lauk tímabilinu með sigri Jón Már Ferro skrifar 1. október 2022 15:59 KR-ingar voru fallnir niður í Lengjudeildina fyrir leik dagsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KR vann góðan 3-2 sigur gegn Þór/KA er liðin mættust í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Örlög KR voru þegar ráðin fyrir leikinn, en liðið endar tímabilið í það minnsta á jákvæðum nótum. Fyrsta færi leiksins kom strax eftir eina mínútu þegar Sandra María Jessen fékk boltann vinstra megin í teig KR. Skot hennar varði Cornelia, markmaður KR, auðveldlega. Bæði lið skiptust á að fá færi í framhaldinu. Það dró svo til tíðinda þegar KR-ingar fengu vítaspyrnu eftir klaufaskap í vörn Þór/KA á 42.mínútu. Jakobína Hjörvarsdóttir, leikmaður Þór/KA braut á Marcellu Barberic innan teigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Rasamee Phonsongkham skoraði örugglega niður í vinstra hornið framhjá Hörpu Jóhannsdóttur, markmanni Þór/KA, úr vítinu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins bættu heimakonur við öðru marki. Þar var að verki Ólína Valdimarsdóttir. Hún lagði boltann upp í hægra hornið í fyrstu snertingu, úr miðjum teig gestanna. Margrét Regína, átti stoðsendinguna eftir frábæra sókn KR upp vinstri kantinn. Einungis þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik þegar Þór/KA minnkaði muninn. Þór/KA sótti þá upp hægri kantinn. Maaría Catharina, sendi fasta sendingu með jörðinni inn á teig heimakvenna. Sandra María fékk boltann inni á miðjum teignum, lagði boltann á Huldu sem skoraði framhjá Carneliu. Þór/KA jafnaði á 54.mínútu með öðru marki Huldu Ósk. Aftur átti Maria Catharina fyrirgjöf frá hægri. Nú beint á Huldu Ósk sem kom boltanum yfir línuna af fjærstönginni. Marcella Barberic leist ekki á blikuna og sótti vítaspyrnu fyrir KR á 75.mínútu. Hún tók sprett frá miðjunni inn á teig gestanna og var spörkuð niður utarlega í teignum. Úr vítinu skoraði Rasamee sitt annað mark úr víti af miklu öryggi. Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki mikið og því vann KR síðasta leik tímabilsins. Afhverju vann KR? Frábær fyrri hálfleikur þeirra skóp sigurinn. KR sýndi að það býr meira í liðinu í dag en þær hafa sýnt í sumar. Varnarleikurinn var þéttur, þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks. Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur KR stóð upp úr. Afmælisbarnið og fyrirliðinn Rebekka Sverrisdóttir batt vörnina saman. Rasamee skoraði úr tveimur vítaspyrnum og var þess utan mjög góð í leiknum. Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa að skapa færi þegar þær voru með boltann á síðasta þriðjung vallarins. Þær voru líka klaufar að gefa tvær vítaspyrnur. KR nýtti sér það og vann verðskuldað. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti leikur tímabilsins hjá báðum liðum. KR fer niður í næst efstu deild og leika þar á næsta ári. Þór/KA heldur sæti sínu í deildinni þrátt fyrir tap hér í dag. Besta deild kvenna KR Þór Akureyri KA
KR vann góðan 3-2 sigur gegn Þór/KA er liðin mættust í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Örlög KR voru þegar ráðin fyrir leikinn, en liðið endar tímabilið í það minnsta á jákvæðum nótum. Fyrsta færi leiksins kom strax eftir eina mínútu þegar Sandra María Jessen fékk boltann vinstra megin í teig KR. Skot hennar varði Cornelia, markmaður KR, auðveldlega. Bæði lið skiptust á að fá færi í framhaldinu. Það dró svo til tíðinda þegar KR-ingar fengu vítaspyrnu eftir klaufaskap í vörn Þór/KA á 42.mínútu. Jakobína Hjörvarsdóttir, leikmaður Þór/KA braut á Marcellu Barberic innan teigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Rasamee Phonsongkham skoraði örugglega niður í vinstra hornið framhjá Hörpu Jóhannsdóttur, markmanni Þór/KA, úr vítinu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins bættu heimakonur við öðru marki. Þar var að verki Ólína Valdimarsdóttir. Hún lagði boltann upp í hægra hornið í fyrstu snertingu, úr miðjum teig gestanna. Margrét Regína, átti stoðsendinguna eftir frábæra sókn KR upp vinstri kantinn. Einungis þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik þegar Þór/KA minnkaði muninn. Þór/KA sótti þá upp hægri kantinn. Maaría Catharina, sendi fasta sendingu með jörðinni inn á teig heimakvenna. Sandra María fékk boltann inni á miðjum teignum, lagði boltann á Huldu sem skoraði framhjá Carneliu. Þór/KA jafnaði á 54.mínútu með öðru marki Huldu Ósk. Aftur átti Maria Catharina fyrirgjöf frá hægri. Nú beint á Huldu Ósk sem kom boltanum yfir línuna af fjærstönginni. Marcella Barberic leist ekki á blikuna og sótti vítaspyrnu fyrir KR á 75.mínútu. Hún tók sprett frá miðjunni inn á teig gestanna og var spörkuð niður utarlega í teignum. Úr vítinu skoraði Rasamee sitt annað mark úr víti af miklu öryggi. Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki mikið og því vann KR síðasta leik tímabilsins. Afhverju vann KR? Frábær fyrri hálfleikur þeirra skóp sigurinn. KR sýndi að það býr meira í liðinu í dag en þær hafa sýnt í sumar. Varnarleikurinn var þéttur, þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks. Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur KR stóð upp úr. Afmælisbarnið og fyrirliðinn Rebekka Sverrisdóttir batt vörnina saman. Rasamee skoraði úr tveimur vítaspyrnum og var þess utan mjög góð í leiknum. Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa að skapa færi þegar þær voru með boltann á síðasta þriðjung vallarins. Þær voru líka klaufar að gefa tvær vítaspyrnur. KR nýtti sér það og vann verðskuldað. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti leikur tímabilsins hjá báðum liðum. KR fer niður í næst efstu deild og leika þar á næsta ári. Þór/KA heldur sæti sínu í deildinni þrátt fyrir tap hér í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti