Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2022 11:24 Hér sést hluti af bílalestinni sem Rússar skutu eldflaugum að í dag og felldu að minnsta kosti tuttugu og þrjá. AP/Viacheslav Tverdokhlib Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. Rússneskir þingmenn og leiðtogar leppstjórna Rússa í Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson héruðum Úkraínu verða viðstaddur athöfnina í Kreml. Í kvöld verða síðan tónleikar í nágrenni við Rauða torgið í Moskvu til að halda upp á þessa ólöglegu innlimun eftir sýndar kosningar í vikunni. Fregnir eru um að fólki hafi verið greitt fyrir að mæta á tónleikana. Fólkið í bílalestinni ætlaði að sækja ættingja sína í hertekna hluta Zaporizhzhia og færa fólki þar vistir. Hér liggur kona sem var ein þeirra sem féllu í eldflaugaárás Rússa.AP/Viacheslav Tverdokhlib Rússar halda enn uppi árásum víðs vegar í þessum héruðum enda hafa þeir ekki lagt þau að fullu undir sig að frátöldu Luhansk. Tuttugu og þrír féllu og tæplega þrjátíu særðust þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á bílalest óbreyttra borgara í Zaporizhzhia sem ætluðu að koma vistum til ættingja á yfirráðasvæði Rússa. Þá særðust níu manns íeldflaugaárás á íbúðarhús í borginni Mykolaiv. Þúsundir ungra Rússa kveðja nú ástvini sína til að fara á blóðvöllinn í Úkraínu. Zelenskyy forseti Úkraínu hvetur rússneskan almenning til að rísa upp gegn Putin fyrir að senda þá í opinn dauðann.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir tilraunir Rússa til innlimunar á úkraísnku landi aðeins þýða eitt, gífurlega eyðileggingu á öllum grunnstoðum mannlegs lífs. Skoraði hann á rússneskan almenning og hermenn að rísa upp gegn Putin sem tæki stríð fram yfir líf þegna sinna með því að senda þá í opinn dauðann í Úkraínu. „Fimmtíu og átta þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu. Þeir komu til að drepa okkur en dóu sjálfir. Rússnesk yfirvöld halda þessum fjölda leyndum fyrir ykkur og ljúga því að sex þúsund hafi fallið," sagði Zelenskky. Joe Biden fordæmir innlimun Rússa á fjórum héuðum í Úkraínu segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan ólöglega gjörning eftir sýndarkosningar.AP/Susan Walsh Ólögleg innlimun Rússa hefur verið fordæmd víða um heim. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði hina svo kölluðu atkvæðagreiðslu úbúa héraðanna fjögurra hafa verið algera sýndarmennsku og úrslitin fyrir fram tilbúin. „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Bandaríkin munu aldrei nokkru sinni viðurkenna kröfu Rússa til landsvæða sem tilheyra fullvalda Úkraínu. Þessar kosningar voru alger sýndargjörningur," sagði Joe Biden. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Rússneskir þingmenn og leiðtogar leppstjórna Rússa í Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson héruðum Úkraínu verða viðstaddur athöfnina í Kreml. Í kvöld verða síðan tónleikar í nágrenni við Rauða torgið í Moskvu til að halda upp á þessa ólöglegu innlimun eftir sýndar kosningar í vikunni. Fregnir eru um að fólki hafi verið greitt fyrir að mæta á tónleikana. Fólkið í bílalestinni ætlaði að sækja ættingja sína í hertekna hluta Zaporizhzhia og færa fólki þar vistir. Hér liggur kona sem var ein þeirra sem féllu í eldflaugaárás Rússa.AP/Viacheslav Tverdokhlib Rússar halda enn uppi árásum víðs vegar í þessum héruðum enda hafa þeir ekki lagt þau að fullu undir sig að frátöldu Luhansk. Tuttugu og þrír féllu og tæplega þrjátíu særðust þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á bílalest óbreyttra borgara í Zaporizhzhia sem ætluðu að koma vistum til ættingja á yfirráðasvæði Rússa. Þá særðust níu manns íeldflaugaárás á íbúðarhús í borginni Mykolaiv. Þúsundir ungra Rússa kveðja nú ástvini sína til að fara á blóðvöllinn í Úkraínu. Zelenskyy forseti Úkraínu hvetur rússneskan almenning til að rísa upp gegn Putin fyrir að senda þá í opinn dauðann.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir tilraunir Rússa til innlimunar á úkraísnku landi aðeins þýða eitt, gífurlega eyðileggingu á öllum grunnstoðum mannlegs lífs. Skoraði hann á rússneskan almenning og hermenn að rísa upp gegn Putin sem tæki stríð fram yfir líf þegna sinna með því að senda þá í opinn dauðann í Úkraínu. „Fimmtíu og átta þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu. Þeir komu til að drepa okkur en dóu sjálfir. Rússnesk yfirvöld halda þessum fjölda leyndum fyrir ykkur og ljúga því að sex þúsund hafi fallið," sagði Zelenskky. Joe Biden fordæmir innlimun Rússa á fjórum héuðum í Úkraínu segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan ólöglega gjörning eftir sýndarkosningar.AP/Susan Walsh Ólögleg innlimun Rússa hefur verið fordæmd víða um heim. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði hina svo kölluðu atkvæðagreiðslu úbúa héraðanna fjögurra hafa verið algera sýndarmennsku og úrslitin fyrir fram tilbúin. „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Bandaríkin munu aldrei nokkru sinni viðurkenna kröfu Rússa til landsvæða sem tilheyra fullvalda Úkraínu. Þessar kosningar voru alger sýndargjörningur," sagði Joe Biden.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00
Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46