Bakveikur slökkviliðsmaður á rétt á bótum eftir þrekpróf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 10:26 Slökkviliðsmaðurinn á rétt á bótum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi slökkviliðsmaður sem starfaði hjá slökkviliði Isavia á rétt á bótum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum er hann þreytti þrekpróf árið 2015 starfs síns vegna. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað. Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað.
Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira