„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 10:31 Jasmín Erla Ingadóttir og stöllur hennar í Stjörnunni laumuðu sér upp í Evrópusæti í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar og geta tryggt sér sætið á morgun. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta. Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira